Flest afbrot tengd vímuefnaneyslu

Litla-Hraun.
Litla-Hraun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Rann­sókn­ir benda til þess að á Íslandi séu 15-20 þúsund full­orðnir ein­stak­ling­ar virk­ir kanna­bisneyt­end­ur. Um 40% fanga höfðu neytt fíkni­efna dag­lega áður en þeir hófu afplán­un. Flest af­brot sem fram­in eru á Íslandi tengj­ast vímu­efna­neyslu. Þetta er meðal þess sem fram kom á ráðstefnu SÁÁ í morg­un þar sem fjallað var um fíkn og af­brot.

Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or við Há­skóla Íslands, var meðal ræðumanna á ráðstefn­unni en hann hef­ur unnið rann­sókn­ir í sam­vinnu við Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands á kanna­bisneyslu á Íslandi.

Helgi Gunnlaugsson.
Helgi Gunn­laugs­son.

8% grunn­skóla­nema hafa neytt kanna­bis

Í rann­sókn­um hans hef­ur komið fram að flest­ir Íslend­ing­ar telja fíkni­efna­brot mestu vanda­mál af­brota á Íslandi og sömu mæl­ing­ar sýna að flest­ir telja áfeng­is- og fíkni­efna­neyslu mik­il­væg­ustu ástæðu þess að sum­ir leiðist út í af­brot á Íslandi. Viðtöl við fanga, fanga­verði og lög­reglu sýna svipaðar niður­stöður, seg­ir Helgi. 

Alþjóðleg­ar mæl­ing­ar sýna að neysla grunn­skóla­barna á kanna­bis er í lægri kant­in­um á Íslandi í sam­an­b­urði við flest önn­ur Evr­ópu­lönd (ESP­AD). En Helgi bend­ir á að samt hafi 8% tí­undu bekk­inga prófað kanna­bis þegar rann­sókn­in var gerð árið 2010. Hann spurði ráðstefnu­gesti að því hvort þeir töldu ekki að það væri of hátt hlut­fall að 8% grunn­skóla­barna hefði neytt kanna­bis. 

Nýj­asta mæl­ing Helga er frá því í apríl 2017 og hún sýn­ir að um 35% Íslend­inga á aldr­in­um 18-74 ára hafi ein­hvern tíma hafa prófað kanna­bis sem er al­geng­asta fíkni­efnið á Íslandi. Fleiri karl­ar en kon­ur hafa neytt kanna­bis og Helgi seg­ir að fleiri ung­menni hafi prófað kanna­bis nú en í fyrri rann­sókn­um. 

Um 12% aðspurðra sögðust hafa prófið efnið oft­ar en tíu sinn­um og 5% af öll­um í úr­tak­inu hafði prófað efnið á síðustu sex mánuðum fyr­ir mæl­ing­una.

Að sögn Helga er oft um for­vitni að ræða - ungt fólk í til­rauna­mennsku en flest­ir hætti þegar ald­ur og ábyrgð fær­ist yfir. Hann seg­ir að neysl­an geti hins veg­ar verið vara­söm ekki síst ef hún hefst snemma því alltaf sitja ein­hverj­ir eft­ir og mis­nota áfengi og fíkni­efni. Þeir sem sökkva djúpt í fen harðra efna.

At­hygl­is­brest­ur, of­virkni og les­blinda

Helgi vísaði í MA-rit­gerð Hild­ar Hlöðvers­dótt­ir frá ár­inu 2015 en hún lagði spurn­ingalista fyr­ir alla fanga og fékk 75% svör­un frá þeim. 

Meira en þriðjung­ur svar­enda hafði neytt áfeng­is dag­lega í viku áður en í fang­elsið var komið. Meira en helm­ing­ur svar­enda hafði neytt fíkni­efna dag­lega fyr­ir afplán­un. Meiri­hluti fanga hafði verið greind­ur með svo sem at­hygl­is­brest, of­virkni og les­blindu. Eins var and­leg líðan þeirra ekki góð þegar þeir komu í fang­elsið. 

Að sögn Þór­ar­ins Tyrf­ings­son­ar lækn­ir eru af­brot fram­in vegna dreif­ing­ar og sölu vímu­efna stór ástæða þess að menn eru dæmd­ir í fang­elsi. Hann seg­ist ekki telja rétt að auka refs­ing­ar við slík­um brot­um. Það breyti ekki neinu og sag­an sýni að þyngri dóm­ar dragi ekki úr brot­un­um.

Þórarinn Tyrfingsson.
Þór­ar­inn Tyrf­ings­son. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Mis­skilja lýðræðis­hug­takið

„Um 80% fanga eru fíkl­ar og það er vanda­mál þess­ara manna,“ seg­ir Þór­ar­inn. Hann seg­ir að það sé fíkni­sjúk­dóm­ur­inn sem skipti mestu og að reyna að ná tök­um á sjúk­dómn­um. Fang­ar þurfi á stuðningi að halda til að tak­ast á við lífið að nýju að lok­inni afplán­um. Jafn­ingja­fræðsla dugi ekki til því ef sjúk­ling­ur­inn er veik­ur af fíkni­sjúk­dómi þá þurfi meira að koma til. 

Aft­ur á móti sé fullt af fólki, þar á meðal stjórn­mála­menn, sem held­ur að lýðræðið bygg­ist á því að heimska og vanþekk­ing sé jafn rétt­há og þekk­ing sér­fræðinga. Vilja helst að það sé kosið um allt. Að sögn Þór­ar­ins er þetta rangt. Lýðræðið gangi ekki út á þetta og það verði að vera verka­skipt­ing. 

Þráinn Farestveit.
Þrá­inn Farest­veit. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Áhyggj­ur af stöðu þeirra að lok­inni afplán­un

Þrá­inn Farest­veit, fram­kvæmda­stjóri Vernd­ar, fjallaði í sínu er­indi um starf Vernd­ar og stöðu margra þeirra sem afplána refsi­dóma á Íslandi. Hann seg­ir að  7% fanga séu ekki í nein­um sam­skipt­um við fjöl­skyldu eða vini. 31% fanga glím­ir við sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Fjórðung­ur fær aldrei heim­sókn­ir og 30% eru ekki í góðu sam­bandi við sína nán­ustu fjöl­skyldu.

Þriðjung­ur fanga er aðeins með grunn­skóla­mennt­un eða hef­ur ekki lokið grunn­skóla­námi. Meira en fjórðungi þeirra leið illa í grunn­skóla og  40% eiga við les­blindu að stríða og 31% skrif­blindu. 51% fanga eru of­virk­ir og  42% með at­hygl­is­brest.

Hann seg­ir að stór hluti skjól­stæðinga Vernd­ar eigi við fíkni­efna­vanda að stríða og flest af­brot teng­ist vímu­efna­neyslu. Þrá­inn seg­ist hafa áhyggj­ur af af­drif­um þeirra eft­ir að afplán­un lýk­ur. Marg­ir eigi ekki í nein hús að vernda og eins eru marg­ir í vand­ræðum með að fá at­vinnu að lok­inni afplán­un. 

Sogni verði breytt í meðferðarmiðstöð fyr­ir fanga

Þeir Helgi, Þrá­inn og Þór­ar­inn eru all­ir sam­mála um að ekki sé nein ein lausn í vanda fólks sem leiðist út í af­brot. Vand­inn er samþætt­ur, bæði fíkni­sjúk­dóm­ur og önn­ur vanda­mál sem viðkom­andi stríðir við. Þór­ar­inn seg­ist vilja sjá að Sogni verði breytt í meðferðar­stöð fyr­ir fanga enda sé fíkn ekki sjúk­dóm­ur sem lækn­ist á 28 dög­um eins og sum­ir telja eða jafn­vel 10 dög­um. 

Helgi seg­ir þörf­ina mikla og eins verði  að taka á per­sónu­leg­um vanda fanga með aðstoð frá sér­fræðing­um. Að byggja brú á milli frels­is og fang­els­is því allt of hátt hlut­fall snúi aft­ur í fang­elsi.

Að Þór­ar­ins er jafn­vel hægt að veita föng­um umb­un standi þeir sig. Svo sem með því að stytta dóma ef þeir ná að halda sig fjarri vímu­efn­um á meðan afplán­un stend­ur. „Fang­ar hafa til mik­ils að vinna,“ seg­ir Þór­ar­inn og bæt­ir við að hægt sé að ná mikl­um ár­angri með já­kvæðri hvatn­ingu til þeirra.

mbl.is