„Á að hengja bakara fyrir smið“

Aflanum landað. Mynd úr safni.
Aflanum landað. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ekki er eðli­legt að not­ast sé við tveggja ára gaml­ar upp­lýs­ing­ar þegar álagn­ing veiðigjalda er reiknuð, og að í út­reikn­ing­un­um séu í ein­um potti af­koma land­vinnslu, frysti­tog­ara, upp­sjáv­ar­skipa, ís­fisk­tog­ara, báta og smá­báta.

Þetta er niðurstaða aðal­fund­ar Eld­ing­ar, fé­lags smá­báta­eig­enda í Ísa­fjarðar­sýsl­um, sem hald­inn var á Ísaf­irði í lok sept­em­ber. Veiðigjöld­in voru þar rædd af mikl­um þunga, að því er fram kem­ur á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, og var krafa fund­ar­ins að af­koma smá­báta yrði reiknuð sér.

„Sann­ast al­veg krist­al­tært“

Var að lok­um samþykkt eft­ir­far­andi álykt­un:

„Aðal­fund­ur Eld­ing­ar mót­mæl­ir álagn­ingu veiðigjalda eins og þau eru lögð á í dag. Það er ekki eðli­legt að notaðar séu tveggja ára töl­ur við út­reikn­inga á gjald­inu. Inn í út­reikn­ing­ana eru sett í einn pott af­koma land­vinnslu, frysti­tog­ara, upp­sjáv­ar­skipa, ís­fisk­stog­ara, báta og smá­báta. Það er krafa fund­ar­inns að af­koma smá­báta verði reiknuð sér.

Það get­ur ekki tal­ist eðli­legt, eins og staðan er í dag, með mjög lágu fisk­verði, sem ætti að koma land­vinnsl­unni vel að þá hækki veiðigjald á smá­báta. Í þess­ari gjald­töku sann­ast al­veg krist­al­tært að það á að hengja bak­ara fyr­ir smið.“

Að auki var samþykkt krafa um að hluti veiðigjald­anna verði eft­ir í þeirri höfn þar sem fisk­in­um er landað.

Stjórn Eld­ing­ar var end­ur­kjör­in en hana skipa þeir Ketill Elías­son, formaður, Kristján Andri Guðjóns­son, Þórður Sig­ur­vins­son, Karl Kjart­ans­son og Páll Björns­son.

mbl.is