„Stórbætir aðbúnað áhafnar um borð“

Engey, nýr togari HB Granda.
Engey, nýr togari HB Granda. mbl.is/Árni Sæberg

„End­ur­nýj­un flot­ans er mjög mik­il­væg fyr­ir fé­lagið, það mun draga úr viðhaldskostnaði og auka gæði afla, stór­bæt­ir aðbúnað áhafn­ar um borð og vinnsluaðstöðu þeirra.“ Þetta kom fram í er­indi Vil­hjálms Vil­hjálms­son­ar, for­stjóra HB Granda, sem hann hélt á heimsþing­inu um mál­efni sjáv­ar­fangs í Hörpu í sept­em­ber.

Fjallað er stutt­lega um er­indið á vef HB Granda en þar er haft eft­ir Vil­hjálmi að nýr tog­ari út­gerðar­inn­ar, Eng­ey RE, sé án efa eitt tækni­vædd­asta skip lands­ins.

Í er­indi sínu talaði Vil­hjálm­ur um fjár­fest­ing­ar í veiði og vinnslu og sýndi meðal ann­ars brot úr heim­ild­ar­mynd­inni um Ásbjörn sem gerð var fyrr á ár­inu, ásamt nýju mynd­bandi sem tekið var um borð í Eng­ey í þriðju veiðiferð skips­ins í byrj­un sept­em­ber. 

Seg­ir svo á vef HB Granda:

„Í þess­um tveim­ur mynd­bönd­um sést vel hvernig tækni­væðing auðveld­ar vinnu um borð, minnk­ar álag á áhöfn­ina og dreg­ur úr slysa­hættu. Aðbúnaður­inn um borð í Eng­ey, með sjálf­virku lest­ar­kerfi og SUB-CHILL­ING™ kerfi frá Skag­an­um 3X er all­ur miklu betri en í gamla Ásbirni.“

Sjá mynd­skeið

mbl.is