Kjölturakki lokar flugbraut

Púðluhundurinn naut frelsisins í 40 mínútur að því er segir …
Púðluhundurinn naut frelsisins í 40 mínútur að því er segir í frétt AFP fréttastofunnar. AFP

Kjölturakka tókst í dag að loka einni af flug­braut­um eins stærsta flug­vall­ar Jap­ans um tíma með því að stinga af þegar verið var að fara með hann um borð í flug­vél á flug­vell­in­um. Endaði þetta með því að eig­andi hans þurfti að fara frá borði og lokka hann til sín.

Hund­ur­inn slapp úr búri sínu þegar hlaðmenn voru að fara með hann um borð í flug­vél Jap­an Air­lines á Haneda-flug­vell­in­um í Tókýó. Hund­ur­inn stökk af stað og skemmti sér greini­lega kon­ung­lega þess­ar fáu mín­út­ur sem hann naut frels­is­ins.

Vegna flótta­hunds­ins varð að loka einni af fjór­um flug­braut­um flug­vall­ar­ins í sex mín­út­ur alls - sem kostaði seinkan­ir á fjór­tán flug­ferðum. 

mbl.is