AGS varar ríkustu þjóðir heims við loftlagsbreytingum

AFP

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hvet­ur rík­ustu þjóðir heims til að leggja rík­ari áherslu á bar­átt­una gegn loft­lags­breyt­ing­um í nýrri skýrslu um efna­hags­horf­ur í heim­in­um. Heill kafli í skýrsl­unni er til­einkaður áhrif­um af áföll­um vegna veðurs og loft­lags­breyt­inga á efna­hags­lega starf­semi. At­hygli vek­ur að skýrsl­an kem­ur út degi eft­ir að fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu flutti um­deilda ræðu þar sem hann hélt því fram að loft­lags­breyt­ing­ar væru lík­lega að gera góða hluti. Guar­di­an grein­ir frá.

Grund­vall­ar áskor­un

Í skýrsl­unni er lagt upp með það að loft­lags­breyt­ing­ar verði grund­vall­ar­áskor­un 21. ald­ar­inn­ar og kallað er eft­ir því að alþjóðasam­fé­lagið dragi úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda áður en meira óaft­ur­kræft tjón skap­ast. Þá er lögð áhersla á því að rík­ari löng aðstoði fá­tæk­ari efna­hags­kerfi við að aðlag­ast hækk­andi hita­stigi jarðar. 

„Frá upp­hafi 20. ald­ar hef­ur meðal­hiti jarðar auk­ist veru­lega. Um­tals­verðar sveifl­ur i hita­stigi heims­ins hafa áður átt sér stað til lengri tíma, svo sem sveifl­ur í kring­um ís­öld­ina. Hins veg­ar virðist hraðinn á loft­lags­breyt­ing­um hafa breyst und­an­far­in 30 til 40 ár og virðist vera for­dæma­laus und­an­far­in 20 þúsund ár,“ seg­ir í skýrsl­unni. 

mbl.is