Tekjur drógust saman um tugi milljarða

Skip við höfn í Ólafsvík.
Skip við höfn í Ólafsvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Tekj­ur í sjáv­ar­út­vegi dróg­ust sam­an um 25 millj­arða króna árið 2016, eða um níu pró­sent. All­ar lík­ur eru á að af­koma fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi versni enn nokkuð á yf­ir­stand­andi rekstr­ar­ári. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt Deloitte á rekstri sjáv­ar­út­vegs­fé­laga, sem gerð var að beiðni at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins.

Fram kem­ur í skýrslu Deloitte að af­koma botn­fiskút­gerða og -vinnslu hafi versnað mest milli ára og fé­lög í botn­fiskút­gerð orðið af mestu tekj­un­um. Af­kom­an hafi þá versnað óháð út­hlutuðum afla, en stærri fé­lög virðist þó eiga auðveld­ara með að ná fram kostnaðarsparnaði á móti tekju­sam­drætti.

Tekjutap­inu var enda að hluta mætt með lækk­un kostnaðar en EBITDA fé­lag­anna mun hafa lækkað um 15 millj­arða króna, eða um 22%.

Styrk­ing krón­unn­ar ekki aðeins nei­kvæð

Verðlag sjáv­ar­af­urða hafi lækkað veru­lega í ís­lensk­um krón­um á sama tíma og launa­vísi­tala hafi hækkað tölu­vert. Þrátt fyr­ir að styrk­ing krón­unn­ar hafi haft nei­kvæð áhrif á tekj­ur grein­ar­inn­ar hafi hún þó án efa unnið með grein­inni að hluta hvað varði ýmis keypt aðföng s.s. olíu, vara­hluti, veiðarfæri og umbúðir.

Lækk­un olíu­verðs hafi þá haft nokkuð já­kvæð áhrif á af­komu síðasta árs en það sé tekið að hækka að nýju á þessu ári.

Í skýrsl­unni seg­ir að tak­ist að veiða þann afla, sem ekki tókst að veiða í verk­falls­mánuðum fyrri hluta árs­ins, gæti af­koma þó auk­ist lítið eitt milli ára.

Tekið er fram að skuld­astaða grein­ar­inn­ar í heild hafi þró­ast með já­kvæðum hætti að því leyti að heild­ar­skuld­ir hafi lækkað og eig­in­fjár­hlut­fall hækkað. Lækk­un skulda megi að nokkru leyti rekja til styrk­ing­ar krón­unn­ar sem leitt hafi til lækk­un­ar skulda í er­lendri mynt.

Ólík­legt að ná­ist að eyða verk­falls­áhrif­um

Í skýrsl­unni er greint frá því að á fyrstu átta mánuðum þessa árs sé veitt magn orðið tæp­lega 7% meira en á síðasta ári. Muni þar mestu um aukn­ar veiðar á loðnu miðað við árið í fyrra.

Á nýliðnu fisk­veiðiári hafi afla­heim­ild­ir auk­ist um 22% sam­an­borið við fisk­veiðiárið 15/​16, en afli til afla­marks hins veg­ar staðið því sem næst í stað milli ára.

„Eitt­hvað af því sem ekki veidd­ist flyst á það fisk­veiðiár sem nú er hafið en ólík­legt má telj­ast að verk­falls­áhrif­um verði að fullu eytt inn­an rekstr­ar­árs­ins 2017,“ seg­ir í niður­stöðum skýrsl­unn­ar.

mbl.is