Mikill meirihluti vill ekki í ESB

AFP

Mik­ill meiri­hluti lands­manna er and­víg­ur því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum skoðana­könn­un­ar sem Gallup gerði fyr­ir sam­tök­in Já Ísland sem hlynnt eru inn­göngu í sam­bandið. Sam­tals eru 59,8% and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og 40,2% henni hlynnt. Meiri­hluti hef­ur verið and­víg­ur inn­göngu í sam­bandið í öll­um könn­un­um sem gerðar hafa verið frá því sum­arið 2009 eða und­an­far­in átta ár.

Ef horft er til þeirra sem vilja ekki ganga í Evr­ópu­sam­bandið seg­ist meiri­hluti þeirra vera „ör­ugg­lega“ á móti inn­göngu eða 41,1% en 18,7% „senni­lega“ and­víg henni. Af þeim sem eru hlynnt því að ganga í sam­bandið segj­ast 15,6% ör­ugg­lega hlynnt inn­göngu en 24,6% hins veg­ar senni­lega á móti inn­göngu.

Frétt mbl.is: Fleiri á móti inn­göngu í átta ár

Ef aðeins er miðað við þá sem segj­ast vera annað hvort ör­ugg­lega með eða ör­ugg­lega á móti inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið eru 72% and­víg inn­göngu en 28% henni hlynnt. Stuðning­ur við inn­göngu hef­ur auk­ist nokkuð frá því að Gallup kannaði af­stöðu fólks síðast í fe­brú­ar en þá voru 66,1% and­víg inn­göngu en 33,9% henni hlynnt.

Meiri­hlut­inn er and­víg­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið óháð kyni, aldri, bú­setu, mennt­un og tekj­um ef und­an er skil­inn ald­urs­hóp­ur­inn 18-24 ára þar sem 55% eru hlynnt inn­göngu í sam­bandið en 45% and­víg, Reykja­vík­ing­ar þar sem fólk skipt­ist í tvær jafn­ar fylk­ing­ar og þeir sem eru með há­skóla­próf þar sem 53% eru hlynnt inn­göngu en 47% and­víg.

Meiri­hluti kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs er hlynnt­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en meiri­hluti kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Flokks fólks­ins henni and­víg­ur. 

Mest andstaða við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið er á meðal kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins eða 90%. Þar af eru 70% ör­ugg­lega and­víg. 83% kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins eru and­víg inn­göngu og 71% kjós­enda Flokks fólks­ins. 

Mest­ur stuðning­ur við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið er á meðal kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eða 93%. Næst koma Pírat­ar með 79% og loks VG með 51%. 49% kjós­enda VG eru hins veg­ar and­víg inn­göngu í sam­bandið.

Skoðana­könn­un­in var gerð dag­ana 11.-24. sept­em­ber. Úrtakið var 1.435 manns á öllu land­inu. Fjöldi svar­enda var 854 og svar­hlut­fall 59,5%.

mbl.is