Ræða veiðigjald og strandveiðar

Bryggjuspjall. Smábátaeigendur munu eflaust hafa um nóg að ræða.
Bryggjuspjall. Smábátaeigendur munu eflaust hafa um nóg að ræða. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Aðal­fund­ur Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda verður hald­inn á Grand hót­eli í Reykja­vík 19. og 20. októ­ber og er fund­ur­inn sá 33. í röðinni frá stofn­un LS. Axel Helga­son, formaður LS, set­ur fund­inn á fimmtu­dag kl. 13, en síðan flyt­ur Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ávarp. Þá taka við venju­leg aðal­fund­ar­störf á fimmtu­dag og föstu­dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Erni Páls­syni, fram­kvæmda­stjóra LS, má reikna með að umræður um veiðigjald, strand­veiðar, íviln­un til um­hverf­i­s­vænna veiða og að aflétt verði veiðarfæra­tak­mörk­un­um á króka­afla­marks­báta verði áber­andi á fund­in­um.

Í sam­bandi við síðast­nefnda málið má nefna að mörg fé­lög smá­báta­eig­enda hafa ályktað um málið og skipt­ar skoðanir komið fram.

Skorað á ráðherra

Í sam­bandi við veiðigjald bend­ir Örn á samþykkt stjórn­ar LS frá 28. júlí í sum­ar þar sem seg­ir meðal ann­ars:

„Stjórn LS skor­ar á sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra að beita sér nú þegar fyr­ir breyt­ingu á lög­um um veiðigjald. Hæg eru heima­tök­in þar sem alþing­is­menn í öll­um flokk­um og hags­muna­sam­tök hafa sagt hækk­un­ina koma sér einkar illa fyr­ir „litl­ar og meðal­stór­ar út­gerðir“.

Verði ekk­ert að gert munu skil­yrðin, auk rekstr­ar­stöðvun­ar, leiða til áfram­hald­andi samþjöpp­un­ar veiðiheim­ilda og fá­breytt­ari út­gerðarflóru,“ seg­ir í samþykkt­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: