Blekkingaleiknum vonandi lokið

Austurengjar Hverir suður af Kleifarvatni. Sveifluháls liggur til norðausturs. áttúruverndarsamtök …
Austurengjar Hverir suður af Kleifarvatni. Sveifluháls liggur til norðausturs. áttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. mbl.is/Rax

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands segja að legið hafi fyr­ir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar á öðru skuld­bind­ing­ar­tíma­bili Kyoto-bók­un­ar­inn­ar. Ákveðið hafi hins veg­ar verið að þegja um stöðuna í aðdrag­anda Par­ís­ar­ráðstefn­unn­ar í des­em­ber 2015 og aft­ur fyr­ir kosn­ing­arn­ar í fyrra.

Um­hverf­is­stofn­un og um­hverf­is­ráðherra upp­lýstu á um­hverf­isþingi í morg­un, að Ísland muni tæp­ast geta staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar fyr­ir tíma­bilið 2013-2020 og að Íslandi muni einnig reyn­ast erfitt að stand­ast í sam­vinnu Evr­ópu­sam­bandið við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu fyr­ir tíma­bilið 2021 - 2030. 

„Von­andi lýk­ur þar með blekk­ing­ar­leik stjórn­valda og stóriðju- og orku­fyr­ir­tækja, sem til skamms tíma hafa haldið því að þjóðinni að Íslend­ing­ar séu heims­meist­ar­ar í hreinni orku, öðrum þjóðum mik­il fyr­ir­mynd í lofts­lags­mál­um; að helsta fram­lag Íslands til lofts­lags­mála fel­ist í að selja orku­frek­um iðnaði hreina orku,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu Nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna.

Einnig hafi komið fram  á þing­inu í morg­un að enn liggi ekki fyr­ir nein aðgerðaáætl­un um það hvernig skuli draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda hér á landi. Þetta sé fimm árum eft­ir að sam­komu­lag náðist í Doha um Kyoto II og fjór­um árum eft­ir að skuld­bind­ing­ar­tíma­bilið hófst.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in taki und­ir orð Krist­ín­ar Lindu Árna­dótt­ur um að það sé nr. 1, 2 og 3 að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Það verði enda að telj­ast „harla ólík­legt að bind­ing kol­efn­is með breyttri land­notk­un (skóg­rækt, land­græðslu og/​eða end­ur­heimt vot­lend­is) muni telj­ast með í sam­eig­in­legri skuld­bind­ingu aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins, Íslands og Nor­egs.

Samn­ingaviðræður við ESB um fram­lag Íslands eru ekki hafn­ar og strand­ar þar á kröfu Íslands um að fá að telja fram bind­ingu kol­efn­is með breyttri land­notk­un. Af ríkj­um ESB fékk Írland mest svig­rúm til að nýta breytta land­notk­un í sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­ríkja um 40% sam­drátt, eða 5,6%. Var þá miðað við að 30% los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda þar í landi eru frá land­búnaði. Hér á landi er hlut­fallið 15% sem styður þá niður­stöðu Krist­ín­ar Lindu að mik­il­væg­ast sé að draga úr los­un frá land­búnaði, sjáv­ar­út­vegi, iðnaði, sam­göng­um og úr­gangi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is