Íhuga sölu á fiski beint á erlenda markaði

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri landssambandsins.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri landssambandsins. mbl.is/Eggert

Aðal­fund­ur Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda hófst í gær með ræðum Ax­els Helga­son­ar, for­manns LS, Arn­ar Páls­son­ar fram­kvæmda­stjóra og Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Síðan tóku við al­menn fund­ar­störf, en þing­inu lýk­ur í dag.

Fram kom á fund­in­um að heild­arafla­verðmæti smá­báta fisk­veiðiárið 2016/​2017 varð 18 millj­arðar og minnkaði um fimm millj­arða á milli ára eða um rúm­an fimmt­ung.

Örn Páls­son gerði lágt fisk­verð síðasta árs meðal ann­ars að umræðuefni og sagði að ýms­ar skýr­ing­ar hefðu verið gefn­ar á því, t.d. að vinnsl­an hefði tekið meira til sín vegna launa­hækk­ana sem orðið hefðu hjá fisk­vinnslu­fólki.

„Grund­firðing­ar brugðust við hinu lága verði og ákváðu að selja á fisk­markaði í Bretlandi. Til­raun­in gekk vel. LS íhug­ar nú hvort rétt sé að und­ir­búa sölu beint á er­lenda markaði af bát­um fé­lags­manna,“ sagði Örn.

Fjallað er um aðal­fund­inn í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: