Stefna í loftslagsmálum hefur áhrif á flokkaval

Kváðust tæplega 70% aðspurðra hafa miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum.
Kváðust tæplega 70% aðspurðra hafa miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Stefna stjórn­mála­flokka í nátt­úru­vernd og lofts­lags­mál­um skipt­ir miklu við val á flokki sam­kvæmt nýrri könn­un sem Gallup vann fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands.

Töldu tveir þriðju aðspurðra stefnu flokk­anna varðandi þessa tvo mála­flokka skipta miklu máli, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­un­um.


Spurt var hvort stefna stjórn­mála­flokk­ana varðandi nátt­úru­vernd og lofts­lags­mál skipti aðspurða miklu eða litlu máli við ákvörðun á hvaða stjórnmálaflokk viðkom­andi hyggst kjósa í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. 

Einnig var spurt: „Hversu mikl­ar eða litl­ar áhyggj­ur hef­ur þú af lofts­lags­breyt­ing­um í heim­in­um?“

Kváðust tæp­lega 70% aðspurðra hafa mikl­ar áhyggj­ur af lofts­lags­breyt­ing­um, 21,6% sögðust hafa hvorki mikl­ar né litl­ar áhyggj­ur og 9,1% sögðust hafa litl­ar áhyggj­ur.
 
Mark­tæk­ur mun­ur var á svör­um eft­ir kyni, bú­setu, mennt­un, stjórn­mála­skoðunum og aldri.

Benda Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in á að los­un gróður­húsaloft­teg­unda hafi auk­ist hér á landi um 26% frá ár­inu 1990, en minnkað um 26% í öðrum Evr­ópu­ríkj­um. „Fátt bend­ir til að Ísland muni standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar sam­kvæmt Kyoto-bók­un­inni á tíma­bil­inu 2013 - 2020 og enn - árið 2017 - hef­ur stjórn­völd­um ekki lánast að smíða aðgerðaáætl­un um sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Börn sem fæðast í dag verða á ferm­ing­ar­aldri þegar fyrsta skuld­bind­ing­ar­tíma­bili Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins lýk­ur,“ að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni. Þá ógni súrn­un sjáv­ar nytja­stofn­um á Íslands­miðum.

„Afstaða stjórn­valda hef­ur hingað til ein­kennst af ótrú­legu sinnu­leysi. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands skora á stjórna­mála­flokk­ana að gera grein fyr­ir stefnu sinni í lofts­lags­mál­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina