Hvað vilja flokkarnir í sjávarútvegsmálum?

Sjávarútvegsráðuneytið.
Sjávarútvegsráðuneytið. mbl.is/Golli

Sjáv­ar­út­vegs­mál hafa ekki verið fyr­ir­ferðar­mik­il í aðdrag­anda kosn­ing­anna en engu að síður er sjáv­ar­út­veg­ur meðal mik­il­væg­ustu at­vinnu­greina lands­ins. Fisk­veiðistjórn, súrn­un sjáv­ar og hand­færa­veiðar eru meðal þess sem rat­ar á stefnu­skrár flokk­anna en hvað vilja flokk­arn­ir gera í þess­um mál­um? Mbl.is hef­ur tekið sam­an helstu atriðin í stefn­um þeirra er varða at­vinnu­grein­ina sjálfa og um­hverf­is­mál sem tengj­ast sjáv­ar­út­veg­in­um.

Alþýðufylk­ing­in: Ríkið yf­ir­taki stærstu út­gerðarfé­lög­in

Í stefnu Alþýðufylk­ing­ar­inn­ar er stefnt að því að innkalla fisk­veiðiheim­ild­ir og út­hluta veru­leg­um hluta þeirra til byggðarlaga sem byggja til­vist sína á sjáv­ar­út­vegi og geta tekið við afl­an­um til vinnslu. Þá seg­ir að full greiðslu skuli koma í rík­is­sjóð fyr­ir veidd­an fisk þar sem að auðlind­in sé sam­eign þjóðar­inn­ar. Alþýðufylk­ing­in vill jafn­framt banna brask með veiðiheim­ild­ir þannig að ónýtt­um veiðiheim­ild­um verði skilað til end­urút­hlut­un­ar eft­ir for­gangs­röðun sem tek­ur til­lit til fé­lags­legra þátta. Þá seg­ir í stefnu­skránni að ríkið eigi að leysa út­gerðar­menn und­an ok­inu og yf­ir­taka stærstu út­gerðarfé­lög­in ef þeir kveinka sér und­an minnk­andi gróða og reyna að hindra breyt­ing­ar. Alþýðufylk­ing­in vill jafn­framt gefa hand­færa­veiðar frjáls­ar og hvetja til notk­un­ar um­hverf­i­s­vænna veiðarfæra. 

Björt framtíð: Örugg­ari og meiri hlut­deild fólks­ins í land­inu

Björt framtíð tel­ur að áfram eigi að nota kvóta­kerfi við að stjórna fisk­veiðum því flokk­ur­inn trúi því að það sé hag­kvæm­asta aðferðin til að halda heild­arafla inn­an skyn­sam­legra marka sem og kostnaði við að sækja al­fl­ann niður. Eins tel­ur Björt framtíð það stuðla að bestri aflameðferð og gæðum og þar með verðmæta­sköp­un og arði af fisk­veiðum og vinnslu.

Flokk­ur­inn tel­ur hins veg­ar að tryggja þurfi ör­ugg­ari og meiri hlut­deild fólks­ins í land­inu í arðinum en nú er sér­stak­lega hvað varðar fólk sem starfar í sjáv­ar­út­vegi. Í stefnu­skránni seg­ir að það þurfi að gera með gagn­gerri end­ur­skoðun á nú­ver­andi veiðigjalds­kerfi eða upp­boði á afla­heim­ild­um með skil­yrðum sem tryggja meðal ann­ars nægi­leg­an var­an­leika og rekstr­arör­yggi hjá þeim sem gera út og stunda fisk­vinnslu og koma í veg fyr­ir of mikla samþjöpp­un og tryggja raun­veru­lega og virka sam­keppni um afla­heim­ild­ir. Björt framtíð tel­ur rétt að nota bæði veiðigjöld og upp­boð til að byrja með þannig að fisk­veiðikvóta verði út­hlutað með þeim aðferðum sem nú er gert en með end­ur­skoðun veiðig­hjalda og út­hluta hluta kvót­ans á grund­velli upp­boða.

Dög­un: Gagn­ger breyt­ing á grund­velli nýrr­ar stjórn­ar­skrár

Dög­un hef­ur talað fyr­ir end­ur­skoðun á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu, meðal ann­ars í mynd­bandi sem fékk mikla at­hygli fyr­ir síðustu kosn­ing­ar. Stefna flokks­ins í sjáv­ar­út­vegs­mál­um grund­vall­ast á nýrri stjórn­ar­skrá þar sem kveðið er á um þjóðar­eign á auðlind­um og nýt­ing­ar­rétti þeirra. 

Í stefnu­skrá flokks­ins seg­ir að gagn­ger end­ur­skoðun á kerf­inu muni meðal ann­ars byggj­ast á fullu jafn­ræði í aðgengi að veiðiheim­ild­um, banni á framsali, fram­leigu og veðsetn­ingu veiðiheim­ilda, upp­töku auðlinda­gjalds fyr­ir af­not­in sem renni til rík­is og sveit­ar­fé­laga og fjár­hags- og rekstr­ar­legs aðskilnaðar á milli veiða og fisk­vinnslu. Dög­un vill jafn­framt að hand­færa­veiðar verði frjáls­ar. 

Flokk­ur fólks­ins: Þjóðin njóti afrakst­urs af fisk­miðum

Í stefnu­skrá Flokks fólks­ins seg­ir að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé und­ir­staða fyr­ir blóm­lega byggð á Íslandi og að mik­il­vægt sé að tryggja nýt­ing­ar­rétt­ur á fisk­miðunum glat­ist ekki frá sjáv­ar­byggðum um­fram það sem orðið er. Flokk­ur­inn vill hlúa að þeim byggðum og tel­ur að þjóðin öll eigi að njóta afrakst­urs af fisk­miðum henn­ar. Þá vill flokk­ur fólks­ins að frelsi til strand­veiða verði aukið. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn: Auðlinda­ákvæði í stjórn­ar­skrá

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill að skil­greint sé hvað flokk­ast und­ir auðlind­ir og auðlinda­ákvæði verði sett í stjórn­ar­skrá til að tryggja eign­ar­hald og lands­mönn­um sann­gjarn­an arð af sam­eig­in­leg­um auðlind­um. 

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er ekki fyr­ir­ferðar­mik­ill í mál­efna­áhersl­um Fram­sókn­ar­flokks­ins sem vill auka fræðslu og rann­sókn­ir á skaðsemi plasts og súrn­un­ar sjáv­ar á líf­ríkið við Íslands­strend­ur. Í mál­efna­skránni seg­ir að Norður­slóðir séu sér­stak­lega viðkvæmt svæði er varðar breyt­ing­ar á um­hverfi þess og að flokk­ur­inn vilji setja aukið fjár­magn í rann­sókn­ir á svæðinu og áhrif­um plasts og súrn­un­ar sjáv­ar á líf­ríki. 

Frétt mbl.is: Hvað á að gera við stjórn­ar­skrána?

Miðflokk­ur­inn

Í kosn­inga­stefnu Miðflokks­ins er ekki sér­stak­lega vikið að sjáv­ar­út­vegs- eða um­hverf­is­mál­um en aðal áherslu­atriði flokks­ins eru fjár­mála­kerfið, at­vinnu­líf og ný­sköp­un, mennt­un og vís­indi, heil­brigðis­kerfið og rétt­indi eldri borg­ara. Eitt af mark­miðunum á kosn­inga­stefnu flokks­ins er auk­in ný­sköp­un og verðmæta­sköp­un.

Hluti af stefn­unni „Ísland allt“ hjá Miðflokkn­um er að starfs­ör­yggi und­ir­stöðuat­vinnu­greina verði tryggt og heild­ar­fram­lag þeirra reiknað.

Pírat­ar: Kvót­ann á upp­boð

Í áherslu- og stefnu­mál­um Pírata seg­ir að Pírat­ar vilji að stjórn­völd bjóði fisk­veiðikvót­ann upp í skref­um, að all­ur afli fari á markað og að hand­færa­veiðar verði gefn­ar frjáls­ar, til að tryggja nýliðun í grein­inni og at­vinnu­ör­yggi um allt land. 

Sam­fylk­ing­in: Útboð á afla­heim­ild­um

Stefna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í sjáv­ar­út­vegs­mál­um frá stofn­un hef­ur verið að bjóða út fisk­veiðikvóta. Í stefnu­skrá flokks­ins seg­ir útboðin þjóni tvíþætt­um til­gangi með því að veita nýliðum aðgengi og að skila eðli­leg­um arði til eig­and­ans, þjóðar­inn­ar.  Með því að láta bjóða í fisk­veiðiheim­ild­irn­ar tel­ur Sam­fylk­ing­in að þjóðin fái hæst verð fyr­ir af­not­in af eign sinni. Mik­il­vægt er að slíkt útboð verði und­ir­búið með aðkomu er­lendra og inn­lendra fræðimanna og sér­fræðinga á sviðinu.

Vísað er til þess að í Fær­eyj­um var ný­lega byrjað að bjóða út afla­heim­ild­ir að frum­kvæði syst­ur­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og að reynsla þeirra sýni að með útboðum gæt­um við fengið mun meiri tekj­ur af fisk­veiðiauðlind­um en í dag. 

mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn: Stöðug­leiki í sjáv­ar­út­vegi

Í stefnu­skrá Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur sé í fremstu röð á heimsvísu, jafnt hvað varðar gæði, sjálf­bærni, þróun og arðsemi. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill tryggja stöðug­leika í sjáv­ar­út­vegi svo hann geti áfram staðið að ný­sköp­un og vöruþróun og lagt drjúg­an og sann­gjarn­an skerf af mörk­um til lífs­gæða lands­manna. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn muni beita sér fyr­ir víðtækri sátt um nýt­ingu nátt­úru­auðlinda og að skyn­sam­leg og hag­kvæm nýt­ing nátt­úru­auðlinda sé að jafnaði best tryggð með því að nýt­ing­ar- og af­nota­rétt­ur sé í hönd­um einkaaðila, en nýt­ing­in þurfi að vera inn­an sjálf­bærra þol­marka með sama hætti og gilt hef­ur um sjáv­ar­út­veg.

Þá seg­ir í stefnu­skránni að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vilji að ráðstöf­un nýt­ing­ar­rétt­inda á auðlind­um í op­in­berri eigu verði gagn­sæ með al­manna­hag að leiðarljósi. Virða beri eign­ar- og nýt­ing­ar­rétt ein­stak­linga á lög­vernduðum auðlind­um og ekki verði gripið til þjóðnýt­ing­ar eða skerðing­ar á rétt­ind­um ein­stak­linga þegar slíkt er ekki brýn nauðsyn vegna þjóðar­hags.

Viðreisn: Markaðsleið tryggi sátt

Viðreisn vill tryggja sátt um sjáv­ar­út­veg­inn til framtíðar­inn­ar og stefna flokks­ins til að ná því mark­miði er sú að í stað veiðigjalds verði ákveðinn hluti kvót­ans sett­ur á markað á hverju ári. Í stefnu­skránni seg­ir að þannig fá­ist sann­gjarnt markaðstengt af­gjald fyr­ir aðgang að auðlind­inni og um­gjörðin um at­vinnu­grein­ina verði stöðug til fram­búðar. Þá seg­ir að leiðin hvetji til hagræðing­ar og há­marks­arðsemi þegar til lengri tíma sé litið og að einnig opn­ist leið fyr­ir nýliðun. 

Vinstri hreyf­ing­in – grænt fram­boð: Fyr­ir­tæki greiði lóðal­eigu af nýt­ingu

Vinstri græn­ir leggja áherslu á af­drátt­ar­laust auðlinda­ákvæði í stjórn­ar­skrá þar sem eign­ar­hald þjóðar­inn­ar á auðlind­um sé skýrt. Flokk­ur­inn vill að fyr­ir­tæki, sem stunda eldi í sjó, greiði fyr­ir nýt­ingu sjáv­ar líkt og um lóðal­eigu væri að ræða og að út­gerð greiði veiðigjald sem er fast hlut­fall af afla­verðmæti selt úr skip­um. 

Við út­færslu slíks gjalds telja Vinstri græn­ir að mik­il­vægt sé að komi til þrepa­skipt­ing­ar milli ólíkra út­gerðarflokka og af­komu eins og flokk­ur­inn vill gera í skatt­kerf­inu, þar sem er ólíku sam­an að jafna, hag­kvæmni og hagnaði stór­út­gerðar­inn­ar og minni út­gerða. 

Frétt af mbl.is: Hvað vilja flokk­arn­ir í ut­an­rík­is­mál­um?

Fisk­eldi

Fisk­eld­is­mál rata ekki inn á stefnu­skrár allra stjórn­mála­flokk­anna en nokkr­ir þeirra leggja tals­verða áherslu á mála­flokk­inn. Þannig vill Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vinna að sátt um sjálf­bært fisk­eldi en í stefnu­skrá fram­sókn­ar­manna seg­ir að vöxt­ur og viðgang­ur lax­eld­is megi ekki ger­ast á kostnað nátt­úr­unn­ar eða villta ís­lenska laxa­stofns­ins. 

Vinstri græn­ir leggja tals­verða áherslu á fisk­eldi í stefnu­skrá sinni en líkt og áður seg­ir vill flokk­ur­inn að fyr­ir­tæki greiði lóðal­eigu fyr­ir fisk­eldi í sjó. Í stefnu­skrá flokks­ins seg­ir að í fisk­eldi séu mikl­ir vaxt­ar- og framtíðarmögu­leik­ar víða um land, styðja þurfi við þró­un­ar­starf og rann­sókn­ir og skapa stranga lagaum­gjörð og regl­ur fyr­ir grein­ina. 

Fiskeldi á Austfjörðum.
Fisk­eldi á Aust­fjörðum. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Olíu­leit

Nokkr­ir stjórn­mála­flokk­anna minn­ast á olíu­leit á Dreka­svæðinu í stefnu­skrá sinni. Þannig seg­ir í stefnu­skrá Alþýðufylk­ing­ar­inn­ar að ef olíu sé að finna á Dreka­svæðinu vilji fylk­ing­in að hún sé lát­in liggja kyrr. Sam­fylk­ing­in vill að Íslend­ing­ar lýsi því yfir að þeir hygg­ist ekki nýta hugs­an­lega jarðefna­orku­kosti í lög­sögu sinni og gefi ekki út ný leyfi til leit­ar á olíu. Vinstri græn­ir vilja jafn­framt hverfa frá olíu­vinnslu og skipta jarðefna­eldsneyti út fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa til að ná mark­miðum um kol­efn­is­hlut­laust Ísland árið 2050. Þá er Björt framtíð al­farið á móti olíu­vinnslu á norður­slóðum. 

Olíuborpallur.
Olíu­bor­pall­ur. Scan­pix Norway

Súrn­un sjáv­ar

Þeir flokk­ar sem minn­ast á olíu­leit í stefnu­skrá sinni gera súrn­un sjáv­ar jafn­framt að um­fjöll­un­ar­efni. Þannig er súrn­un sjáv­ar nefnt sem brýnt úr­lausn­ar­efni sam­tím­ans hjá Alþýðufylk­ing­unni og Vinstri græn­um en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill auka fræðslu og rann­sókn­ir á súrn­un sjáv­ar við Íslands­strend­ur. Í stefnu­skrá Bjartr­ar framtíðar seg­ir að flokk­ur­inn vilji berj­ast gegn frek­ari súrn­un hafs­ins og að nátt­úru­vernd sé annað lyk­il­stef flokks­ins. Þá er Sam­fylk­ing­in með aðgerðir gegn súrn­un sjáv­ar á stefnu­skrá sinni og segja að flokk­ur­inn ætli að gera vökt­un og rann­sókn­ir á súrn­un að for­gangs­verk­efni sem stjórn­völd beiti sér fyr­ir á alþjóðavett­vangi. 

Frétt mbl.is Súrn­un hef­ur áhrif á allt líf­ríki hafs­ins

mbl.is