Vélhundurinn Aibo snýr aftur

00:00
00:00

Jap­anska fyr­ir­tækið Sony hef­ur end­ur­vakið vél­hund­inn Aibo á ári hunds­ins.

Aibo gladdi tækni­á­huga­menn og aðra á ár­un­um 1999-2006, þegar Sony ákvað að hætta frek­ari þróun og fram­leiðslu á hund­in­um. Nú hef­ur tækn­iris­inn hins veg­ar blásið lífi í Aibo á ný og mun nýj­asta út­gáfa hans búa yfir gervi­greind og netteng­ingu.

Eldri hund­ur­inn gat gelt, elt bolta, lyft aft­ur­fæti og „lært" skip­an­ir. Síðasta út­gáfa hunds­ins gat sagt 1.000 orð og skilið yfir 100. Í höfði hunds­ins var mynd­bands­upp­töku­vél sem get­ur sent mynd beint í tölvu.

Nýja út­gáf­an hef­ur fjöld­ann all­an af skynj­ur­um, mynda­vél­um og hljóðnem­um og netteng­ing­in ger­ir eig­and­an­um kleift að leika við Aibo í gegn­um snjallsím­ann sinn.

Aibo er um 30 senti­metr­ar á hæð með blak­andi eyru og dill­andi skott. Þá get­ur hann hreyft til aug­un og gefið í skyn mis­mun­andi til­finn­ing­ar. Þá verður að telj­ast lík­legt að Aibo muni vekja lukku hjá dýra­vin­um sem þjást af of­næmi. Svo þarf held­ur ekki að ryk­suga hunda­hár í gríð og erg þegar Aibo er ann­ars veg­ar. 

Ai­bo-hund­ar kostuðu um 130 þúsund krón­ur árið 2006 og seld­ust um 150 þúsund hund­ar á sín­um tíma. Nýi Aibo-hund­ur­inn fer í sölu í janú­ar og mun kosta rúm­lega 185 þúsund krón­ur. Sony mun hins veg­ar ekki bjóða upp á upp­færslu á eldri hvutt­um.

Forseti og framkvæmdastjóri Sony, Kazuo Hirai, kynnir vélhundinn Aibo aftur …
For­seti og fram­kvæmda­stjóri Sony, Kazuo Hirai, kynn­ir vél­hund­inn Aibo aft­ur til leiks eft­ir 11 ára hlé. AFP
Aibo er kannski ekki sá kúrulegasti, en krúttlegur er hann.
Aibo er kannski ekki sá kúru­leg­asti, en krútt­leg­ur er hann. AFP
mbl.is