Klakið og startfóðrun seiðanna mikilvægust

Sigurvin Hreiðarsson og Guðni Ólafsson.
Sigurvin Hreiðarsson og Guðni Ólafsson. Ljósmynd/Guðlaugur

„Klakið á hrogn­un­um og start­fóðrun­in er mik­il­væg­ust. Hvernig til tek­ist með það seg­ir mikið til um hversu auðvelt fram­haldið verður,“ seg­ir Sig­ur­vin Hreiðars­son, stöðvar­stjóri seiðaeld­is­stöðvar Arctic Smolt í Tálknafirði. Upp­bygg­ing þess­ar­ar stóru seiðastöðvar er vel á veg kom­in.

Sig­ur­vin og sam­starfs­menn hans vinna mikið í klak­her­berg­inu þessa dag­ana. Þangað eru komn­ar 3,3 millj­ón­ir laxa­hrogna frá Stofn­fiski á Reykja­nesi og lauk klaki um helg­ina. „Við höld­um þeim í þessu her­bergi í sex vik­ur. Þegar kviðpok­inn er horf­inn fara seiðin í start­fóðrun­ar­ker hér hinum meg­in við vegg­inn. Sú ein­ing verður til­bú­in á næstu fjór­um vik­um,“ seg­ir Sig­ur­vin.

Guðni Ólafsson.
Guðni Ólafs­son. Ljós­mynd/​Guðlaug­ur

Vinn­an í klak­hús­inu geng­ur meðal ann­ars út á það að hreinsa dauð hrogn úr hrogna­bökk­un­um og síðan himn­una eft­ir að klaki er lokið. Við þetta eru mörg hand­tök.

Seiðin verða í start­fóðrun í fimm til sex mánuði og fara þá í næsta rými sem verður til­búið í maí. Loka­eldið fer fram í enn einu hús­inu sem þegar er til­búið. Þaðan fara seiðin út í sjókví­ar Arctic Seafarm í fjörðum Vest­fjarða.

Fleiri hús eru ris­in og byrjað verður á enn einu á næsta ári. Sig­ur­vin seg­ir að stöðin geti fram­leitt 5-8 millj­ón­um seiða á ári. Það fari nokkuð eft­ir út­færslu, til dæm­is hversu stór seiði verði af­hent. Stærri seiðin þurfi miklu meira rými en þau hefðbundnu. Þá ráðist fram­leiðslan einnig af því hvað hægt er að setja út af seiðum, það er að segja leyf­um syst­ur­fé­lags­ins, Arctic Seafarm, til fram­leiðslu í sjókvía­eld­is­stöðvum í fjörðum Vest­fjarða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: