Björgunarsveitir víða í viðbragðsstöðu

Búist er við að óveðrið náði hámarki í kvöld.
Búist er við að óveðrið náði hámarki í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna lokana á vegum Vegagerðarinnar í kringum höfuðborgarsvæðið.

Fleiri björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins, þar á meðal í Grindavík.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitarmenn eru meðal annars með viðbragð undir Hafnarfjalli og hafa varað fólk við mögulegum lokunum.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, hafa björgunarsveitir ekki verið kallaðar út vegna annarra verkefna.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan hefur þurft að sinna minni verkefnum, meðal annars vegna skilta sem hafa fokið.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Vega­gerðin áætl­aði að loka nokkr­um leiðum frá kl. 15 í dag vegna óveðurs. Um er að ræða hring­veg­inn frá Markarfljóti að Vík, veg­inn um Hell­is­heiði, veg­inn um Kjal­ar­nes og Hafn­ar­fjall. Einnig Þing­valla­veg um Mos­fells­heiði.

Þessi mynd var tekin við Vík í Mýrdal.
Þessi mynd var tekin við Vík í Mýrdal. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is