Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna lokana á vegum Vegagerðarinnar í kringum höfuðborgarsvæðið.
Fleiri björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins, þar á meðal í Grindavík.
Björgunarsveitarmenn eru meðal annars með viðbragð undir Hafnarfjalli og hafa varað fólk við mögulegum lokunum.
Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, hafa björgunarsveitir ekki verið kallaðar út vegna annarra verkefna.
Lögreglan hefur þurft að sinna minni verkefnum, meðal annars vegna skilta sem hafa fokið.
Vegagerðin áætlaði að loka nokkrum leiðum frá kl. 15 í dag vegna óveðurs. Um er að ræða hringveginn frá Markarfljóti að Vík, veginn um Hellisheiði, veginn um Kjalarnes og Hafnarfjall. Einnig Þingvallaveg um Mosfellsheiði.