Fór í 65 m/s í vindhviðum

Gangandi vegfarendur áttu fullt í fangi með að halda fótfestu.
Gangandi vegfarendur áttu fullt í fangi með að halda fótfestu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vindhviður fóru upp í 65 m/s undir Hafnarfjalli í veðurhamnum síðdegis í gær og gærkvöldi. Meðal vindhraðinn hraðinn náði 35 m/s.

Þá var vindhraði 28 m/s á Reykjanesbrautinni þegar mest lét og fóru þá hviðurnar upp í 40 metra.

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að veður hafi byrjað að ganga niður á Reykjanesi fljótlega upp úr klukkan níu í gærkvöldi og upp úr klukkan tíu á höfuðborgarsvæðinu, en ítarlega er fjallað um óveðrið og afleiðingar þess í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: