„Maður vonar að þetta séu endalokin“

Voðin gerð klár fyrir næsta kast.
Voðin gerð klár fyrir næsta kast. mbl.is/Árni Sæberg

„Þeir koma með svo mikl­ar rang­færsl­ur og full­yrðing­ar sem stand­ast enga skoðun. Aldrei nokk­urn tím­ann hafa þeir lagt fram gögn máli sínu til stuðnings. Það eru bara full­yrðing­ar út í loftið, sem ekk­ert er á bak við.“

Þetta seg­ir Friðrik G. Hall­dórs­son, einn stofn­enda Sam­taka drag­nóta­manna, um gagn­rýni annarra smá­báta­sjó­manna á þá ákvörðun Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að fram­lengja ekki bann við drag­nóta­veiðum á viss­um svæðum við strend­ur Íslands.

Bannið rann út 31. októ­ber

Um­rædd­um svæðum var lokað fyr­ir drag­nóta­veiðum í maí árið 2010, sam­kvæmt fyr­ir­skip­un þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Jóns Bjarna­son­ar. Átti bannið að gilda í fimm ár, til árs­ins 2015, en Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, arftaki Jóns í embætti, fram­lengdi bannið um tvö ár.

Í kjöl­far þess að sér­fræðing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar gáfu ráðherra álit sitt á bann­inu ákvað Þor­gerður að það skyldi renna sitt skeið á enda. Það gerði bannið þann 31. októ­ber og hafa drag­nóta­veiðar því verið leyfðar á svæðunum síðan þá, en ekki án mót­mæla.

Fiskað í dragnót.
Fiskað í drag­nót. mbl.is/​Al­fons Finns­son

Bannið til­hæfu­laust

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Friðrik að Sam­tök drag­nóta­manna fagni opn­un veiðisvæða fyr­ir drag­nót á norðan­verðu land­inu. Niður­stöður rann­sókna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar renni aðeins stoðum und­ir þeirra af­stöðu.

„Öll gögn sem fram hafa komið styðja okk­ar málstað. Ég hef enn ekki séð eitt ein­asta gagn sem styður málstað smá­báta­sjó­manna,“ seg­ir Friðrik og bæt­ir við að hafa beri í huga að um­rædd­ar lok­an­ir hafi ekki byggt á mál­efna­leg­um sjón­ar­miðum varðandi um­hverf­isáhrif veiðanna eða vernd líf­rík­is, og vís­ar til fyr­ir­liggj­andi skýrslna og álits Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Seg­ir hann fag­hóp, sem Sig­urður Ingi kom á fót til að skoða bannið, hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að það væri til­hæfu­laust, eða með öðrum orðum póli­tískt.

Enda­laust búið að sparka í flot­ann

Ekk­ert veiðarfæri sé þá jafn­háð botn­lagi og drag­nót­in og af þeim sök­um sé ein­ung­is hægt að veiða í drag­nót á mjög tak­mörkuðum svæðum á grunn­slóð. Annað gildi um önn­ur veiðarfæri eins og gögn sýni.

Enn frem­ur seg­ir Friðrik að um­hugs­un­ar­vert sé hvort loka eigi fyr­ir línu­veiðar fyr­ir norðan, sam­kvæmt til­lög­um Björns Björns­son­ar, fiski­fræðings hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, til vernd­un­ar smá­fisks.

Um fjöru­tíu drag­nóta­bát­ar eru skráðir hér á landsvísu. Árið 1997 voru þeir um 150 tals­ins.

„Það er enda­laust búið að vera að sparka í þenn­an flota af stjórn­völd­um og maður von­ar að þetta séu enda­lok­in. Hér eft­ir verði unnið sam­kvæmt gögn­um en ekki sam­kvæmt upp­logn­um upp­hróp­un­um.“

mbl.is