Opnað fyrir dragnótaveiði inn í botn á Skagafirði

Skagfirskir trillukarlar eru óhressir en hér eru eyfirskir starfsbræður þeir …
Skagfirskir trillukarlar eru óhressir en hér eru eyfirskir starfsbræður þeir komnir að landi með afla. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Trillu­karl­ar og smá­báta­eig­end­ur í Skagaf­irði upp­lifa nú það sem þeir óttuðust, en vonuðu þó að ekki gerðist, að felld yrði úr gildi friðun í inn­an­verðum firðinum fyr­ir drag­nóta­veiði.

Um ára­bil hef­ur innri hluti fjarðar­ins verið friðaður með línu sem dreg­in var frá Ásnefi vest­an fjarðar að Þórðar­höfða aust­an­meg­in og hef­ur ríkt ágæt sátt um þetta fyr­ir­komu­lag að sögn þeirra sem rætt hef­ur verið við. Vegna þessa hef­ur Drang­ey – Smá­báta­fé­lag Skaga­fjarðar sent starf­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherr­ann að ákvörðun ráðuneyt­is­ins verði taf­ar­laust dreg­in til baka.

„Drang­ey – Smá­báta­fé­lag Skaga­fjarðar mót­mæl­ir harðlega vinnu­brögðum sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að af­nema friðun á inn­an­verðum Skagaf­irði fyr­ir drag­nóta­veiðum. Auk þess tel­ur Drang­ey ákvörðun­ina vera and­stæða öll­um regl­um sem gilda um störf ráðherra í starfs­stjórn,“ seg­ir í bréf­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: