Óvenjulegt veður til marks um breytingar

Sólsetur í Moskvu. Reykjarmekki ber við himin.
Sólsetur í Moskvu. Reykjarmekki ber við himin. AFP

Árið 2017 verður mjög lík­lega á meðal þriggja hlýj­ustu ára frá upp­hafi mæl­inga. Þetta sýna töl­ur Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar­inn­ar sem birt­ar voru í dag. Seg­ir stofn­un­in að árið verði lík­lega það hlýj­asta án veður­fyr­ir­bær­is­ins El Niño.

Í skýrslu sem fylg­ir niður­stöðum rann­sókn­anna segja vís­inda­menn að lang­tímaþróun hlýn­un­ar, sem drif­in sé áfram af gjörðum manns­ins, haldi sam­kvæmt þessu áfram án af­láts.

Mörg þau óvenju­legu veður sem gert hafi á ár­inu séu þá til marks um lofts­lags­breyt­ing­ar, eða hnatt­ræna hlýn­un, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un BBC.

Skýrsl­an kem­ur fast á hæla annarr­ar skýrslu sem birt var í síðustu viku, þar sem fram kom að magn kolt­ví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu hefði aldrei verið meira frá upp­hafi mæl­inga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina