Loftmengunin 30 sinnum meiri en hámark WHO

Byggingaverkamenn á vinnusvæði í Delhi í dag. Mikil mengun liggur …
Byggingaverkamenn á vinnusvæði í Delhi í dag. Mikil mengun liggur nú yfir borginni. AFP

Skelf­ing hef­ur gripið um sig í Del­hi, höfuðborg Ind­lands, eft­ir að íbú­ar vöknuðu í morg­un í þykku meng­un­ar­skýi. BBC seg­ir skyggni í borg­inni vera mjög slæmt, en meng­un­in sé nú á sum­um svæðum 30 sinn­um meiri en sem nemi há­marki Alþjóða heil­brigðis­stofn­un­in (WHO).

Ind­versku lækna­sam­tök­in (IMA) hafa lýst yfir heilsu­fars­legu neyðarástandi og hvetja stjórn­völd til að gera allt sem á þeirra valdi er til að „vinna bug á ógn­inni“.

Hafa Del­hi­bú­ar verið dug­leg­ir að birta mynd­ir af meng­un­arþok­unni á sam­fé­lags­miðlum sem þykir sýna um­fang vand­ans. Hafa marg­ir sam­fé­lags­miðlanot­end­ur einnig kvartað yfir önd­un­ar­erfiðleik­um vegna meng­un­ar­inn­ar.

Þá hafa sam­tök lækna einnig mælt með því að hætt verði við fyr­ir­hugað hálf­m­araþon sem halda á í borg­inni 19. nóv­em­ber nk. Á sum­um stöðum í Del­hi, hef­ur að sögn ind­versku veður- og lofts­lag­stof­unn­ar, mælst allt að 700 míkró­grömm á hverj­um rúm­metra af ör­smá­um ögn­um svo nefnd­um PM 2.5 sem kom­ast djúpt ofan í lung­un.

Þá hef­ur Ar­vind Kejriwal ráðherr­ann sem fer með stjórn Del­hi farið þess á leit við mennta­málaráðherr­ann að skoðað verði að loka skól­um í nokkra daga.

mbl.is