Óska eftir fundi með ráðherra

Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki. mbl.is/Sigurður Bogi

Byggðarráð Skaga­fjarðar ósk­ar eft­ir fundi með sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hið fyrsta, vegna ákvörðunar hans um aflétt­ingu friðunar á hluta Skaga­fjarðar fyr­ir drag­nóta­veiðum.

Þetta kem­ur fram í bók­un sem gerð var á fundi ráðsins. Seg­ir í bók­un­inni að mik­il­vægt sé að viðhalda kerfi sem stuðli að gæðum í meðför­um afla og já­kvæðri markaðssetn­ingu. Breyt­ing­ar á kerf­inu kunni að leiða til auk­inn­ar eins­leitni í út­gerð og fækk­un starfa.

„Byggðarráð Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar mót­mæl­ir harðlega ákvörðun ráðherra um aflétt­ingu friðunar á hluta Skaga­fjarðar fyr­ir dregn­um veiðarfær­um s.s. drag­nót og leggst gegn breyt­ing­um á tak­mörk­un­um við notk­un veiðarfæra við veiðar sam­kvæmt króka­afla­marki.

Sveit­ar­fé­lagið harm­ar að ekki hafi verið tekið til­lit til um­sagn­ar sveit­ar­fé­lags­ins sem send var frá sveit­ar­fé­lag­inu þann 13.októ­ber s.l. og ít­rekað þann 31.októ­ber s.l. Byggðarráð skor­ar á ráðherra að end­ur­skoða ákvörðun sína og ósk­ar eft­ir fundi með ráðherra vegna máls­ins hið fyrsta.“

mbl.is