Loka skólum vegna loftmengunar

00:00
00:00

Búið er að fyr­ir­skipa lok­un allra skóla í Del­hi, höfuðborg Ind­lands, eft­ir að loft­meng­un í borg­inni mæld­ist 70 sinn­um yfir mörk­um Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO). Hafa lækn­ar í borg­inni varað við því að neyðarástand sé hér á ferðinni.

Mik­il skelf­ing greip um sig í Del­hi í gær er borg­ar­bú­ar vöknuðu í þykku meng­un­ar­skýi.

AFP seg­ir þykka meng­un­arþoku liggja yfir öllu, og hylja nú marg­ir vit sín með vasa­klút­um eða háls­klút­um á ferð sinni um borg­ina.

Á vef banda­ríska sendi­ráðsins í Del­hi kom fram að um 700 sótagn­ir, svo­nefnd­ar PM 2,5, mæld­ust nú á hvern rúm­metra sem er 70 sinn­um yfir mörk­um WHO.

Indverskur lögreglumaður hylur andlit sitt með vasaklút á ferð sinni …
Ind­versk­ur lög­reglumaður hyl­ur and­lit sitt með vasa­klút á ferð sinni um göt­ur Del­hi vegna mik­ill­ar loft­meng­un­ar. AFP

„Þegar ég kom til Del­hi árið 1984 var loftið í borg­inni hreint. En í morg­un klukk­an fjög­ur þegar ég lagði af stað í vinnu sá ég varla handa minna skil,“ sagði tes­al­inn Jeevanand Jos­hi.

„Þetta er ekki þoka, þetta er reyk­ur og hann er al­veg ör­ugg­lega að gera okk­ur veik.“

Ind­versku lækna­sam­tök­in (IMA) hafa lýst yfir heilsu­fars­legu neyðarástandi og hvetja stjórn­völd til að gera allt sem á þeirra valdi er til að „vinna bug á ógn­inni“. Þá hef­ur ind­verska veður- og lofts­lags­stof­nun­in varað við því að ástandið eigi eft­ir að versna enn frek­ar á næstu dög­um.

Auk þess að loka öll­um skól­um í borg­inni hef­ur einnig verið lagt bann við öll­um leik og frí­stund­a­starfi ut­an­dyra á meðan meng­un­in er í þessu magni.

Um 20 millj­ón­ir manna búa í Del­hi, sem telst mengaðasta borg í heimi og slær þar jafn­vel Pek­ing við. Frá því að WHO sýndi fram á um­fang vand­ans árið 2014 hafa yf­ir­völd gripið til aðgerða eins og að loka orku­ver­um tíma­bundið og gert til­raun með að draga úr um­ferð á göt­um borg­ar­inn­ar, en þess­ar tíma­bundnu aðgerðir hafa haft lít­il áhrif til þessa.

Kona sópar götu i Delhi. Loftmengunin í borginni er nú …
Kona sóp­ar götu i Del­hi. Loft­meng­un­in í borg­inni er nú 70 sinn­um meiri en viðmið WHO heim­ila. AFP
mbl.is