Nokkuð kröftugur vöxtur sjávarútvegs á næsta ári

Útflutningsverðmæti í sjávarútvegi fyrstu tíu mánuði ársins hefur verið undir …
Útflutningsverðmæti í sjávarútvegi fyrstu tíu mánuði ársins hefur verið undir væntingum, en sjómannaverkfallið í byrjun þessa árs leikur þar hlutverk. mbl.is/RAX

„Við sjá­um fram á að fram­lag sjáv­ar­út­vegs til út­flutn­ings­vaxt­ar verði nei­kvætt á þessu ári, en aft­ur á móti verður vöxt­ur sjáv­ar­út­vegs­ins nokkuð kröft­ug­ur á næsta ári,“ seg­ir Erna Björg Sverr­is­dótt­ir hjá grein­ing­ar­deild Ari­on banka í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann, en hún fór yfir málið á kynn­ingu und­ir yf­ir­skrift­inni Of gott til að vera satt, þegar hagspá bank­ans til árs­ins 2020 var kynnt í gær.

„Ef þú skoðar afla­töl­urn­ar og hvernig út­flutn­ings­verðmæti í sjáv­ar­út­vegi hef­ur verið að þró­ast á fyrstu 10 mánuðum árs­ins þá hef­ur það verið und­ir vænt­ing­um og auðvitað spil­ar sjó­manna­verk­fallið í upp­hafi árs eitt­hvað inn í,“ seg­ir Erna.

Hún seg­ir að þar sem afla­töl­ur hafi verið und­ir vænt­ing­um, sé það vís­bend­ing um að kvóti hafi verið færður á milli fisk­veiðiára. „Það út­skýr­ir af hverju við erum að sjá þenn­an kröft­uga vöxt á næsta ári. Einnig erum við að sjá kvóta­aukn­ingu í þorski sem spil­ar inn í.“

Ferðaþjón­usta burðarás

Í kynn­ingu Ernu kom fram að ferðaþjón­ust­an yrði burðarás­inn í út­flutn­ings­vexti þjóðar­inn­ar á næsta ári og álút­flutn­ing­ur styddi við vöxt­inn, en aukn­ing yrði lít­il. Þá mundi kís­ill leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar ásamt sjáv­ar­út­veg­in­um. „Álverð hef­ur hækkað mjög skarpt að und­an­förnu, en við sjá­um hóf­leg­an vöxt þar á næsta ári. Hins­veg­ar göng­um við út frá því að áætlan­ir um kís­il­ver á Bakka gangi eft­ir, og það verði kom­in full af­köst í verk­smiðjunni um mitt næsta ár.“

Spurð um þátt geng­isþró­un­ar, seg­ir Erna að erfitt sé að spá fyr­ir um gengið. „Við erum með tölu­verðan viðskipta­af­gang, það er vaxtamun­ur við út­lönd, hag­kerfið er að vaxa hratt og láns­hæf­is­mat rík­is­ins hef­ur hækkað. Því telj­um við ákveðið svig­rúm fyr­ir krón­una til að styrkj­ast fram á næsta ár.“

Á hinn bóg­inn seg­ir Erna að raun­gengi sé hátt, út­lit sé fyr­ir hæg­ari hag­vöxt og aukið frelsi sé til staðar fyr­ir inn­lenda aðila til fjár­fest­inga er­lend­is. „Sam­vinna þess­ara þriggja þátta þýðir að við sjá­um fyr­ir okk­ur að krón­an geti veikst ör­lítið eft­ir því sem líður á spá­tím­ann, og það verður þá til þess að styðja út­flutn­ings­vöxt­inn.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: