Súrnun sjávar ógnar Íslandsmiðum

Emmanuel Macron Frakklandsforseti (t.h.) og Nicolas Hulot, ráðherra umhverfismála í …
Emmanuel Macron Frakklandsforseti (t.h.) og Nicolas Hulot, ráðherra umhverfismála í Frakklandi (t.v.) ásamt þýska umhverfisráðherranum fráfarandi, Barböru Hendricks. Myndin er tekin á loflagsþingi Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Mynd/AFP

„Víðtæk­ar breyt­ing­ar eru að verða á haf­inu – þegar kem­ur að hita­stigi, haf­straum­um og efna­fræðileg­um eig­in­leik­um. Súrn­un sjáv­ar er raun­veru­leg og al­var­leg ógn sem staf­ar að líf­ríki sjáv­ar. Kór­alrifj­um, sem eru fræg fyr­ir líf­fræðilega fjöl­breytni, bíður svört framtíð – bók­staf­lega – með hækk­andi hita­stigi og súrn­un.“

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu Íslands sem les­in var upp á loft­lagsþingi Sam­einuðu þjóðanna í dag. Í henni kem­ur fram að ástæða sé til að hafa áhyggj­ur af framtíð líf­rík­is­ins um­hverf­is Íslands og þar með sjáv­ar­út­vegs­ins.

Bent er á að á fáum stöðum sé hnatt­ræn hlýn­un aug­ljós­ari en á Íslandi. Vatna­jök­ull, sá stærsti í Evr­ópu, minnki hratt, ár frá ári. „Jökl­ar gætu að miklu leyti horfið á einni eða tveim­ur öld­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Fram kem­ur að áhrif­in á hafið hafi lengi verið falið vanda­mál en Ísland hafi gengið til liðs við Alli­ance to Combat Oce­an Acidificati­on, með það fyr­ir aug­um að vekja máls á vand­an­um. Íslend­ing­ar eigi mikið und­ir sjáv­ar­út­vegi en hlýn­un jarðar gæti raskað allri fæðukeðju hafs­ins. Fram kem­ur að aðeins ein lausn sé á þess­um vanda. Hún fel­ist í því að draga úr los­un kolt­ví­sýr­ings og annarra gróður­húsaloft­teg­unda. „Ísland mun halda tryggð við Par­ís­ar­sam­komu­lagið og vinn­ur að því að út­færa regl­ur til að tryggja fram­gang þess.“

Hlýnun jarðar og súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á …
Hlýn­un jarðar og súrn­un sjáv­ar mun hafa mik­il áhrif á fæðukeðjuna við Íslands­strend­ur. mbl.is/​Rax

Bent er á að Ísland sé þegar und­ir viðmiðum um end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa þegar kem­ur að raf­magni og hús­hit­un. Orku­skipt­um í sam­göng­um – með stuðningi hins op­in­bera – miði vel. Aðeins í Nor­egi sé hlut­fall nýrra raf- og tvinn­bíla hærra. Fram kem­ur að skipa­flot­inn sé eft­ir­bát­ur í þess­um efn­um en hand­an við hornið séu skip sem gangi fyr­ir raf­magni, vetni og met­anóli. „Orku­skipti þegar kem­ur að bíla- og skipa­flot­an­um munu ekki verða í svip­hend­ingu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni en að þar liggi metnaður Íslands þegar kem­ur að minnk­un á los­un.

Í henni kem­ur fram að sjálf­bærni í land­notk­un sé mik­il­væg­ur þátt­ur þegar kem­ur að því að draga úr los­un. Íslend­ing­ar þurfi að efla skóg­rækt, upp­græðslu, end­ur­heimt vot­lend­is og önn­ur verk­efni sem stuðli að minni los­un.

Loks seg­ir að sú stefnu­mót­un sem eigi sér nú stað vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins eigi að hjálpa Íslandi að standa skil á skuld­bind­ing­um sín­um um los­un. Íslend­ing­ar munu á næsta ári búa yfir góðu reglu­verki til að stíga mik­il­væg skref með það að mark­miði að sporna við loft­lags­breyt­ing­um.

mbl.is