„Subbuskapur af verstu gerð“

Þorski fleygt í sjóinn. Myndin er úr safni.
Þorski fleygt í sjóinn. Myndin er úr safni. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

„Ég hef verið á mörg­um skip­um. Alls staðar hef­ur verið brott­kast,“ sagði sjó­maður­inn Trausti Gylfa­son í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt mynd­efni sem Trausti tók úti á sjó á ár­un­um 2008-2011 og sýndi mikið brott­kast á fiski, en brott­kast er bannað með lög­um.

„Þetta er bara subbuskap­ur af verstu gerð. Og auðvitað mjög al­var­legt. Svona skip­stjórn­ar­menn eiga ekki að fá að stunda veiðar,“ sagði Eyþór Björns­son, for­stjóri Fiski­stofu, í viðtali þegar hann horfði á mynd­efnið, sem tekið var upp á skip­inu Kleif­a­bergi.

Í þætt­in­um kom fram að fiski væri í ein­hverj­um til­vik­um kerf­is­bundið kastað í sjó­inn, stund­um í hverj­um túr. „Nú er ekk­ert hægt að reka mig leng­ur fyr­ir þetta. Mér finnst rétt að þetta komi fram,“ sagði Trausti í þætt­in­um, en hann missti vinn­una fyrr á ár­inu. Á mynd­un­um sést hvernig þorski, karfa, mak­ríl og ýsu er kastað í sjó­inn í stór­um stíl.

Beðinn um að mynda brott­kastið

Trausti skýrði það sem fyr­ir augu bar þannig að verið væri að grisja afl­ann – og kasta þeim hluta afl­ans í hafið sem ekki væri jafn verðmæt­ur. Hann sagði að sam­herj­ar sín­ar á skip­inu hefðu beðið hann að mynda brott­kastið – því þeim hafi ofboðið at­hæfið. Hann sagði að sjó­menn­irn­ir hefðu fengið sér­stak­ar skip­an­ir þess efn­is ef hirða hefði átt allt það sem veidd­ist. „Mann­skap­ur­inn var svo hneykslaður að þeir báðu mig að taka mynd af þessu.“

Fram kom í þætt­in­um að dæmi væri um að á ís­lensk­um skip­um hefði það verið stundað að kasta afla í sjó­inn þegar eft­ir­litsmaður Fiski­stofu svaf eða var í mat. Einn maður gæti ekki fyglst með öll­um stund­um. Einnig kom fram að eft­ir­lit Fiski­stofu á sjó væri þre­falt minna, í dög­um talið, núna en var fyr­ir nokkr­um árum. Viðver­an væri aðeins þriðjung­ur þess sem hún er núna.

Meint svindl á ís­pró­sentu

Í Kveiki var fjallað með ít­ar­leg­um hætti um meint­ar fram­hjáland­an­ir á Íslandi. Fram kom að skráð hlut­fall íss (svo­kölluð ís­pró­senta) við vigt­un í fisk­vinnsl­um væri oft á tíðum marg­falt hærra þegar starfs­menn Fiski­stofu væri fjar­stadd­ir. Hlut­fall íss væri oft skráð á bil­inu 15-20% við seinni vigt­un en vel inn­an við 10% þegar starfs­menn Fiski­stofu fylgd­ust með. Af­leiðing­ar þessa væru að þess væru dæmi að meira magn af full­unni vöru færu út úr fisk­vinnsl­un­um en þangað hafi komið óunnið. Í þætt­in­um var bent á að með þessu væru út­gerðir að svindla á veiðiheim­ild­um - skip­in væru að veiða meira en fram kæmi í skrán­ing­um.

Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri, var í viðtali í þættinum.
Eyþór Björns­son, fiski­stofu­stjóri, var í viðtali í þætt­in­um. Mynd/​mbl.is

Þór­hall­ur Ottesen, fyrr­ver­andi deild­ar­stjóri land­eft­ir­lits Fiski­stofu til ríf­lega 20 ára, sagði að út­gerðirn­ar fengju sjálf­ar að end­ur­vi­gta fisk­inn og að þau leyfi væru mis­notuð. „Það vita um þetta, hvernig þetta er, en það er eng­inn vilji til að breyta þessu.“ Upp­hæðirn­ar sem meint svindl hlypi á mætti telja í millj­örðum.

Fiski­stofa gef­ist upp

Fram kom í þætt­in­um að Fiski­stofa væri bit­laus vegna skorts á mannafla og vald­heim­ild­um. Lög­in væru óskýr og Fiski­stofa væri van­mátt­ug til að tak­ast á við meint svindl. Eyþór Björns­son, for­stjóri Fiski­stofu, svaraði því neit­andi þegar hann var spurður hvort hann gæti rækt þær skyld­ur sem lög­um sam­kvæmt eru lagðar á Fiski­stofu. Stofn­un­in hefði ekki einu sinni reynt það und­an­far­in ár. Af því vissu stjórn­völd.

Hann lýsti því yfir að stofn­un­in hafi „verið búin að gef­ast upp“ á að reyna að elt­ast við fram­hjáland­an­ir. Eng­ar rann­sókn­ir hafi verið gerðar á fram­hjálönd­un und­an­far­in ár. „Við þurf­um úrræði sem virka og bíta,“ sagði hann.

Fram kem­ur á RÚV að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hafi boðað til fund­ar í ráðuneyt­inu í fyrra­málið vegna máls­ins. „Þar mun­um við fara yfir þetta hvernig og hvort við eig­um að bregðast við. Þetta er tví­mæla­laust eitt af þeim mál­um sem bíður nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Þetta er ekki gott ef rétt er,“ er haft eft­ir henni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina