„Ég fæ líka pósta með ábendingum“

Þorgerður Katrín fyrir utan Bessastaði á dögunum.
Þorgerður Katrín fyrir utan Bessastaði á dögunum. mbl.is/Golli

„Ég ákvað að hitta í fyrra­málið sjó­manna­for­yst­una og út­gerðar­menn,“ seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, en í ráðuneyt­inu var í morg­un hald­inn fund­ur vegna þeirra upp­lýs­inga sem fram komu í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik á RÚV í gær­kvöldi.

Í þætt­in­um voru birt mynd­bönd sem sýndu mikið brott­kast á ís­lensku fiski­skipi, Kleif­a­bergi. Í hon­um var einnig fjallað um um­fangs­mikið meint svindl út­gerðar­inn­ar á vigt­un afl­ans. Þor­gerður Katrín seg­ir að það hafi vakið at­hygli sína að í viðbrögðum SFS, Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sé ekk­ert vikið að vigt­un­ar­mál­um.

Fær pósta með ábend­ing­um

Full­trú­ar ráðuneyt­is og stofn­ana þess; Fiski­stofu og Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, hitt­ust í morg­un á fundi og fóru yfir stöðuna, bæði hvað varðar brott­kastið en eins vigt­un­ar­mál­in. Þor­gerður Katrín seg­ir að hún hafi eft­ir fund­inn ákveðið að hitta út­gerðar­menn. Næstu skref verði ákveðin eft­ir þann fund. „Það er mik­il­vægt að eiga sam­tal og sam­starf við út­gerðina.“

Hún seg­ir að eft­ir þátt­inn hafi hún fengið ábend­ing­ar um hvað bet­ur megi fara í þess­um mál­um. „Ég fæ líka pósta með ábend­ing­um um hand­vömm á ákveðnum sviðum,“ seg­ir hún.

Þor­gerður Katrín seg­ir að já­kvæð þróun hafi orðið á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu en brott­kast sé enn til staðar og það þurfi að taka al­var­lega. Hún seg­ir að út­gerðin þurfi að sinna enn bet­ur því „ábyrgðamikla hlut­verki að nýta fiski­stofn­ana okk­ar“. Hún legg­ur áherslu á að sam­starf sé mik­il­vægt.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir sagði í yfirlýsingu í gær að brottkast …
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir sagði í yf­ir­lýs­ingu í gær að brott­kast væri á miklu und­an­haldi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Seg­ir sjó­menn tor­tryggna

Í þætt­in­um kom fram að þess væru mörg dæmi að afli væri van­tal­inn í seinni vigt­un, þeirri sem á end­an­um gilti við út­reikn­inga á afla­heim­ild­um. Ís, sem hluti af brúttóþyngd afl­ans, reynd­ist sam­kvæmt vigt­un­um miklu meiri þegar eft­ir­lits­menn Fiski­stofu væru fjar­stadd­ir. Fram kom að með þessu væri út­gerðin að svindla á kvóta og kom­ast þannig upp með að veiða meira en afla­heim­ild­ir segi til um.

Þor­gerður seg­ir í þessu sam­bandi að hún hafi orðið þess áskynja á fyrstu dög­um sín­um í embætti, þegar sjó­manna­verk­fallið var, að mik­ill­ar tor­tryggni gætti varðandi lönd­un og vigt­un, með til­liti til launa­kjara sjó­manna. Sjó­menn fá laun eft­ir verðmæti afl­ans og ef hann er van­tal­inn eru sjó­menn snuðaðir um laun.

Hvat­ar til ábyrgr­ar um­gengni

„Við eig­um að taka svona hluti al­var­lega,“ seg­ir Þor­gerður um þátt­inn í gær en bæt­ir við að hún vilji sem minnst segja fyrr en hún hafi rætt við út­gerðar­menn og sjó­menn. „Við höf­um gott stjórn­kerfi fisk­veiða og mikla reynslu og eig­um að byggja á henni. Við eig­um ekki að níða það sem þó er vel gert en við get­um bætt okk­ur á sviði vigt­un­ar­mála,“ seg­ir hún og bæt­ir við að kerfið þurfi að hvetja til ábyrgr­ar um­gengni við auðlind­ir hafs­ins.

Fund­ur ráðherra með for­ystu­fólki út­gerðar- og sjó­manna fer fram í fyrra­málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina