Segir áhyggjur af brottkasti að mestu óþarfar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er miður að ekki hafi verið leitað sjón­ar­miða þeirra sem nýta auðlind­ina, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja eða hags­muna­sam­taka þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Heiðrúnu Lind Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra SFS, vegna frétta­skýr­ingaþátt­ar­ins Kveiks, sem sýnd­ur var á RÚV í kvöld. SFS seg­ir áhyggj­ur af brott­kasti óþarfar.

Í þætt­in­um var fjallað um meint svindl í formi fram­hjáland­ana auk þess sem fjallað var um brott­kast afla á ís­lensk­um skip­um. Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að veru­lega hafi dregið úr brott­kasti síðastliðin 30 ár og þar hafi upp­taka kvóta­kerf­is­ins verið mikið gæfu­spor.

Á það er bent að í skýrsl­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar komi fram að brott­kast á þorski sé metið um 1% en 2-3% á ýsu. „Að sjálf­sögðu stend­ur full­ur vilji til þess að út­rýma al­ger­lega brott­kasti og all­ir þeir sem bera ábyrgð, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, sjó­menn og stjórn­völd, eiga ávallt að leita skýr­inga og leiða til að gera enn bet­ur.“

Yf­ir­lýs­ing­in í heild:

Um­fjöll­un um brott­kast - kveik­ur án elds

Í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik­ur, sem sýnd­ur var í sjón­varpi Rík­is­út­varps­ins í kvöld, var fjallað um brott­kast. Það er miður að ekki hafi verið leitað sjón­ar­miða þeirra sem nýta auðlind­ina, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja eða hags­muna­sam­taka þeirra. Þar sem það virðist hafa verið talið óþarft, þá er rétt að fara yfir nokk­ur mik­il­væg atriði þessu tengd.

Eng­inn deil­ir um það að fyr­ir um 30 árum tíðkaðist brott­kast og þótti raun­ar ekk­ert til­töku­mál. Frá þeim tíma hef­ur hins veg­ar orðið mjög já­kvæð þróun, enda dyggi­lega að því unnið að breyta fyrri fram­kvæmd.

Upp­taka kvóta­kerf­is var mikið gæfu­spor í mörgu til­liti. Að því er brott­kast varðar, þá hafði kvóta­kerfið þau já­kvæðu áhrif að um­gengni um auðlind­ir sjáv­ar varð veru­lega betri. Hér á árum áður myndaðist því miður hvati til að henda fiski helst þegar kvóti var mjög tak­markaður sam­an­borið við veiðigetu skips. Vand­mál fyrri tíðar voru þannig aðallega rak­in til bágs ástands þorsk­stofns­ins og skorts á sveigj­an­leika í kerf­inu. Með tak­mörkuðum heim­ild­um til veiða á þorski, en jafn­vel aukn­um heim­ild­um til veiða á teg­und­um líkt og ýsu og ufsa, kom vanda­málið glögg­lega í ljós. Í blönduðum veiðum þess­ara teg­unda, þar sem afla­heim­ild­ir í þorski voru af skorn­um skammti, var hon­um jafn­vel kastað.

Niðurstaða sam­starfs­nefnd­ar, sem skipuð var af þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra árið 1994 og átti að gera til­lög­ur að bættri um­gengni um auðlind­ir sjáv­ar, var að efl­ing þorsk­stofns­ins væri helsta lausn brott­kasts og lönd­un­ar fram­hjá vigt.

Okk­ur hef­ur bless­un­ar­lega tek­ist vel til. Viðmiðun­ar­stofn þorsks hef­ur vaxið úr 688 þúsund tonn­um árið 2007 í 1.241 þúsund tonn árið 2016. Sú mik­il­væga meg­in­regla gild­ir auðvitað hér á landi að all­an afla, sem kem­ur í veiðarfæri skal koma með að landi og láta vigta í lönd­un­ar­höfn. Brott­kast er því ólög­mætt. Lög­gjaf­inn áttaði sig einnig á því, í sam­ræmi við til­lög­ur sér­fræðinga, að nauðsyn­legt væri að sam­hæfa hvata og mark­mið.

Framsal afla­heim­ilda var grund­vall­arþátt­ur í þess­ari sam­hæf­ingu og aðilar geta nú gert ýmis kon­ar ráðstaf­an­ir þegar um blandaðar veiðar er að ræða. Þannig er t.d. unnt að sækja sér afla­heim­ild­ir á markaði, fram­kvæma teg­unda­til­færslu eða nýta svo­kallaðan VS-afla sam­kvæmt reglu­gerð. Af þess­um sök­um eru eng­ir hvat­ar leng­ur til staðar til að ástunda brott­kast.
Skýrsl­ur sem ár­lega eru unn­ar af hálfu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar staðfesta jafn­framt að vel hef­ur tek­ist til. Þannig er brott­kast á þorski metið um 1%, en um 2-3% á ýsu og er þar jafn­an um smá­an fisk að ræða. Að sjálf­sögðu stend­ur full­ur vilji til þess að út­rýma al­ger­lega brott­kasti og all­ir þeir sem bera ábyrgð, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, sjó­menn og stjórn­völd, eiga ávallt að leita skýr­inga og leiða til að gera enn bet­ur.

Í fyrr­greindu sam­hengi má einnig vekja á því at­hygli, líkt og um um­gengni al­mennt um auðlind­ir sjáv­ar, að Íslend­ing­ar eru í far­ar­broddi þegar kem­ur að því að taka á brott­kasti. Þannig má nefna að það var ekki fyrr en árið 2013 að bann við brott­kasti var fyrst samþykkt af hálfu ESB. Bannið hef­ur síðan verið inn­leitt í áföng­um frá ár­inu 2015, en kem­ur þó ekki að fullu til fram­kvæmda fyrr en árið 2019.

Árið 2011 mátu sér­fræðing­ar sam­bands­ins að um 23% afla væri kastað. Við Íslend­ing­ar get­um því, líkt og að svo mörgu öðru leyti þegar kem­ur að sjáv­ar­út­vegi, verið stolt af þeim mikla ár­angri sem náðst hef­ur. Áfram­hald­andi gott sam­starf allra hags­munaaðila mun svo von­andi tak­marka enn frek­ar jaðar­til­vik sem upp geta komið og stríða gegn meg­in­regl­unni um bann við brott­kasti.

Að öllu því virtu sem hér hef­ur verið farið yfir þá ligg­ur fyr­ir að áhyggj­ur ein­stakra aðila, sem sett­ar voru fram í frétta­skýr­ing­arþætt­in­um Kveik, eru að mestu óþarfar. Um­fjöll­un um mál­efnið er hins veg­ar fagnað, enda eig­um við ávallt að leita leiða til að bæta enn um­gengni um auðlind­ir sjáv­ar.

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS

mbl.is

Bloggað um frétt­ina