Aðgangi að auðlind fylgir ábyrgð

Óæskilegum afla fleygt í veiðiferð í Faxaflóa.
Óæskilegum afla fleygt í veiðiferð í Faxaflóa. mbl.is/RAX

„Þó svo það megi finna að reglu­verk­inu og ár­angri eft­ir­lits­ins leys­ir það ekki skip­stjórn­ar­menn og út­gerðar­menn und­an ábyrgðinni sem fylg­ir því að hafa aðgang að auðlind­inni og mik­il­vægt að hafa í huga að þeir verða að axla ábyrgðina á gjörðum sín­um.“

Þetta seg­ir Eyþór Björns­son fiski­stofu­stjóri í kjöl­far um­fjöll­un­ar um brott­kast á fiski og mis­fell­ur í vigt­un afla í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik á RÚV.

Fiski­stofa sendi frá sér til­kynn­ingu í gær vegna um­fjöll­un­ar­inn­ar. Þar seg­ir að stofn­un­in hafi ít­rekað þrýst á bætt­ar regl­ur um vigt­un afla. Stofn­un­in tel­ur brýnt að end­ur­skoða þær regl­ur með þeim hætti að eft­ir­lit og viðbrögð við brot­um verði mark­viss­ari, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: