„Þó svo það megi finna að regluverkinu og árangri eftirlitsins leysir það ekki skipstjórnarmenn og útgerðarmenn undan ábyrgðinni sem fylgir því að hafa aðgang að auðlindinni og mikilvægt að hafa í huga að þeir verða að axla ábyrgðina á gjörðum sínum.“
Þetta segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri í kjölfar umfjöllunar um brottkast á fiski og misfellur í vigtun afla í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV.
Fiskistofa sendi frá sér tilkynningu í gær vegna umfjöllunarinnar. Þar segir að stofnunin hafi ítrekað þrýst á bættar reglur um vigtun afla. Stofnunin telur brýnt að endurskoða þær reglur með þeim hætti að eftirlit og viðbrögð við brotum verði markvissari, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.