Hundur dó úr ástarsorg

Hundurinn var þunglyndur.
Hundurinn var þunglyndur. skjáskot/Mirror

Hund­ar eru trygg­ir fé­lag­ar svo trygg­ir reynd­ar að þeir geta drep­ist úr ástarsorg eft­ir að hús­bænd­ur þeirra yf­ir­gefa þá. Það kom að minnsta kosti fyr­ir hund sem var skil­inn eft­ir á flug­velli í Kól­umb­íu. 

Mirr­or grein­ir frá hundi sem hélt til á flug­velli í mánuð þangað til að hon­um var bjargað og sett­ur í dýra­skýli. Hjálp­in kom þó of seint en hund­ur­inn drapst stuttu seinna. 

Eft­ir að hafa verið skil­inn eft­ir á flug­velli rölti hund­ur­inn dög­um sam­an um flug­völl­inn í leit að eig­anda sín­um en talið er að eig­and­inn hafi farið í flug. Að lok­um gafst hund­ur­inn þó upp og eyddi síðustu dög­un­um liggj­andi út í horni á flug­vell­in­um. 

Ferðalang­ar gáfu hon­um að éta en á end­an­um hætti hann að éta og þegar hann fékk meðhöndl­un gekk það ekki. Dýra­lækn­ir sem meðhöndluðu hann segja að ástæða dauðans hafi verið þung­lyndi sem stafaði af því að eig­andi hunds­ins skildi hann eft­ir. 

mbl.is