Mjög dregið úr brottkasti

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Golli

Mjög hef­ur dregið úr brott­kasti á liðnum árum seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á Face­book-síðu sinni. Vís­ar hún þar til funda sem hún hef­ur átt í kjöl­far um­fjöll­un­ar frétta­skýr­ingaþátt­ar­ins Kveiks um brott­kast og vigt­un­ar­mál með ráðuneyt­is­starfs­mönn­um, for­stjóra Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og Fiski­stofu þar sem fram hafi komið að all­ar rann­sókn­ir bentu til þess að dregið hafi mjög úr.

Hins veg­ar þurfi vigt­un­ar­mál­in skoðunar. Þor­gerður seg­ist enn­frem­ur hafa fundað með full­trú­um Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), Sjó­manna­sam­bands Íslands og Lands­sam­bands smá­báta­sjó­manna. „Niðurstaðan af þeim sam­töl­um var á svipaða leið hvað varðar brott­kastið, all­ir gang­ast við því að brott­kast eigi sér stað en það sé í mjög litl­um mæli miðað við fyrri tíð.“ Deild­ar mein­ing­ar hafi hins veg­ar um vigt­un­ar­málið.

„Hvað vigt­un­ar­mál­in varðar greindi hins­veg­ar hags­munaaðilun­um tals­vert á um hvaða leið sé best og sann­gjarn­ast að fara. All­ir voru sam­mála um að mik­il­væg­ast sé að tryggja gæði afl­ans með réttri kæl­ingu miðað við aðstæður en ljóst er að tals­verðar tor­tryggni gæti á meðal sjó­manna um vigt­un­ar­mál­in, ekki síst þegar um ræðir end­ur­vi­gt­un­ina,“ seg­ir ráðherr­ann. Rætt hafi verið m.a. um strang­ari viður­lög og aukn­ar heim­ild­ir Fiski­stofu. Þá hafi verið talað um starfs­ör­yggi sjó­manna sem vilji til­kynna um brot.

„Ráðuneytið mun nú skoða þess mál nán­ar í sam­starfi við okk­ar und­ir­stofn­an­ir. Mestu máli skipt­ir þó að út­gerðin axli ábyrgð á mál­um sem þess­um og um­gang­ist sam­eig­in­lega auðlind þjóðar­inn­ar af ábyrgð og virðingu. Það er krafa uppi í sam­fé­lag­inu um að þessi mál séu tek­in föst­um tök­um og umræðan má aldrei bein­ast að að sendi­boðunum held­ur söku­dólg­un­um sjálf­um. Þeir eru bless­un­ar­lega lít­ill hluti kerf­is­ins en eins og ann­ars staðar þá skemma svörtu sauðirn­ir fyr­ir heild­inni og í þeim efn­um er ímynd lands­ins sem ábyrg fisk­veiðiþjóð und­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina