„Haltu kjafti, taktu þátt“

Sigurður segir sjómenn í erfiðri stöðu.
Sigurður segir sjómenn í erfiðri stöðu. mbl.is/Rax

„Þegar lít­ill kvóti er til staðar er glóru­laust að hirða eitt­hvað annað en stór­an fisk. Smá­um og miðlung­stór­um fiski er hent í hafið aft­ur. Und­an­tekn­ing­ar­laust.“ Þetta er meðal þess sem Sig­urður Guðmunds­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi Bæj­arlist­ans á Ak­ur­eyri og fyrr­ver­andi sjó­maður, skrif­ar á Face­book.

Fjallað var um brott­kast í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik á RÚV í vik­unni. Þar var sýnt mynd­efni sem tekið var upp á sjó á ár­un­um 2008-2011 og sýndi mikið brott­kast á fiski, en brott­kast er bannað með lög­um. Mynd­bandið var tekið upp á skip­inu Kleif­a­bergi sem er í eigu Brims.

Skip­an­ir að ofan

Sig­urður var tvö ár til sjós á Kleif­a­bergi og hann seg­ir mynd­irn­ar þaðan ekki eins­dæmi, hann hafi séð þetta allt mörg­um sinn­um. „Eins und­ar­legt og það er bein­ist umræðan að sjó­mönn­um sem eru í brott­kast­inu. Sök­in hef­ur aldrei á nokkr­um tíma­punkti verið þeirra. Ekki einn sporður fer í sjó­inn án þess að boð komi að ofan. Ábyrgðin er í öll­um til­fell­um í hönd­um skip­stjóra og út­gerðar­manns,“ skrif­ar Sig­urður.

Hann setti fram nokk­ur dæmi um hvernig þetta fer fram. „70 tonna karfa­hal. Tuðran sett út og opnað fyr­ir pok­ann. Alltof mikið. 20 tonn tek­in um borð. 50 tonn hreinsuð úr pok­an­um. 40 tonna þorsk­hal. Áttum að veiða ýsu en sá guli kom upp. Mót­tak­an lokuð og allt sett í renn­una. Ekki sporður um borð.“

Útgerðarmaður org­andi í sím­an­um

Sig­urður seg­ir þess­ar sög­ur skipta þúsund­um og séu auðvitað til há­bor­inn­ar skamm­ar. „En ég vil ít­reka það að ekki er við sjó­menn­ina sjálfa að sak­ast. Ein­ung­is út­gerðar­menn og skip­stjóra. Samt eru skip­stjór­ar ekki öf­undsverðir í stöðu sinni. Með út­gerðar­mann­inn org­andi í sím­an­um vegna afla­sam­setn­ing­ar,“ skrif­ar Sig­urður og seg­ir stöðu sjó­manna af­skap­lega erfiða:

„Aldrei myndi ein­stak­ling­ur sem hef­ur sitt lífsviður­væri sem sjó­maður stefna því í voða að neita að taka þátt í þess­um viðbjóð. And­legt of­beldi sem ekki er talað um. Haltu kjafti, taktu þátt eða þú ferð ekki fleiri túra hér.“

Hann tel­ur að þetta hafi skánað á sum­um stöðum þó það sé langt því frá búið að upp­ræta brott­kast. „Til eru út­gerðir sem standa sig með prýði í þess­um efn­um. Skuss­arn­ir eru ennþá til og á þeim þarf að taka. Best væri fyr­ir Guðmund í Brim að halda kjafti næstu daga og hugsa frek­ar hvernig væri hægt að koma þess­um hlut­um í lag í stað þess að ætla að kæra ein­hvern sem vinn­ur und­ir hon­um. “

mbl.is

Bloggað um frétt­ina