Ónýttar aflaheimildir á við brottkast

Frá Höfn í Hornafirði.
Frá Höfn í Hornafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Á hverju ári brenna inni afla­heim­ild­ir í ufsa inn­an fisk­veiðikerf­is­ins, svo skipt­ir þúsund­um tonna. Þetta er full­yrt í til­kynn­ingu frá smá­báta­fé­lag­inu Hrol­laugi á Hornafirði.

Fé­lagið for­dæm­ir all­ar gerðir brott­kasts á sjáv­ar­afla við fisk­veiðar í kring­um landið, „hvort sem það er í formi þess að veidd­um fiski sé kastað fyr­ir borð á bát­um sem stunda fisk­veiðar í kring­um landið eða í formi þess að aflaráðgjöf á ufsa er lát­in brenna inni svo skipti þúsund­um tonna á hverju ári sem er ekki síður al­var­legt brott­kast.“

Ufsi vannýtt teg­und á Íslands­miðum

„Á hverju ári brenna inni afla­heim­ild­ir í ufsa inn­an fisk­veiðikerf­is­ins svo skipt­ir þúsund­um tonna og hef­ur gert í mörg ár sem eng­inn fær að nýta. Á sama tíma er strand­veiðikerfið svelt og menn hafa þurft að stöðva báta sína eft­ir ör­fáa róðra í mánuði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Það er staðreynd að ufsi er vanýtt teg­und á Íslands­miðum og látið viðgang­ast af rík­inu ár frá ári sem er í okk­ar aug­um al­var­legt brott­kast á at­vinnu­tæki­fær­um og verðmæta­sköp­un þjóðar­inn­ar  og því ætti all­ur meðafli þorsks inn­an strand­veiðikerf­is­ins að vera með öllu frjáls því nóg er óveitt af ufsa á hverju ári.. Strand­veiðikerfið þarf á þessu að halda núna strax.“

Þá seg­ir að í ljósi nýj­ustu frétta virðist sem mikl­um sjáv­ar­afla sé kastað fyr­ir borð skipa í kring­um landið.

„Slík um­gengni um sjáv­ar­út­vegsauðlind­ina er ólíðandi og skap­ar skekkju á því afla­magni sem veitt er í kring­um landið og sóar verðmæt­um þjóðar­inn­ar, á meðan sum kerfi eins og strand­veiðikerfið eru svelt svo um mun­ar af afla­heim­ild­um.“

All­ur meðafli þorsks verði frjáls

Fé­lagið skor­ar í fram­hald­inu á stjórn­völd, „að leyfa strand­veiðar fjóra daga í viku í fjór­ar vik­ur á ári í fjóra mánuði á ári án stöðvun­ar veiða og að all­ur meðafli þorsks við strand­veiðar verði al­gjör­lega frjáls inn­an strand­veiðikerf­is­ins án nokk­urra skorða. Það er klár­lega svig­rúm til þess.“

mbl.is