Samið um smíði sjö nýrra togara

Tölvugerð mynd af skipunum sjö sem samið var um smíði …
Tölvugerð mynd af skipunum sjö sem samið var um smíði á. Lengst til vinstri eru tvö skip í litum Gjögurs, síðan kemur skip Útgerðarfélags Akureyringa, þá tvö skip Skinney-Þinganess og loks tvö skip Bergs-Hugins. Teikning/VARD

Und­ir­ritaðir hafa verið samn­ing­ar um smíði á sjö nýj­um tog­ur­um fyr­ir fjór­ar ís­lensk­ar út­gerðir. Um er að ræða tvö skip fyr­ir Berg-Hug­in, dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar, tvö skip fyr­ir Gjög­ur, tvö fyr­ir Skinn­ey — Þinga­nes og eitt fyr­ir Útgerðarfé­lag Ak­ur­eyr­inga.

Þetta kem­ur fram á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar, en þar seg­ir að áætlað sé að smíði hvors skips fyr­ir út­gerðina taki 14 mánuði. Gert er ráð fyr­ir að fyrra skipið verði af­hent þeim í mars­mánuði 2019 og hið síðara í maí sama ár.

Frá undirritun samninga um smíði skipanna sjö. Frá vinstri: Hjörvar …
Frá und­ir­rit­un samn­inga um smíði skip­anna sjö. Frá vinstri: Hjörv­ar Kristjáns­son (Sam­herji), Ásgeir Gunn­ars­son (Skinn­ey – Þinga­nes), Aðal­steinn Ing­ólfs­son (Skinn­ey – Þinga­nes), Gunnþór Ingva­son (Síld­ar­vinnsl­an), Guðmund­ur Al­freðsson (Berg­ur-Hug­inn), Geir Lar­sen (VARD), Freyr Njáls­son (Gjög­ur), Grét­ar Sig­finns­son (Síld­ar­vinnsl­an), Arnet Rind­aroy (VARD) og Ingi Jó­hann Guðmunds­son (Gjög­ur). Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Smíðuð í Nor­egi

Nýju skip­in verða smíðuð af skipa­smíðastöðinni VARD í Nor­egi. Fyr­ir­komu­lag og val á búnaði verður þá unnið í sam­starfi við út­gerðirn­ar, en skip­in verða 28,98 metr­ar að lengd og 12 metr­ar að breidd.

Verða í þeim tvær aðal­vél­ar með tveim­ur skrúf­um, ásamt nýrri kyn­slóð raf­magns­spila frá Sea­onics.

Fram kem­ur að í skip­un­um verða íbúðir fyr­ir 13 manns. Þau muni þá taka 244 x 460 lítra kör í lest, eða um 80 tonn af ísuðum fiski. Tekið er fram að við hönn­un þeirra hafi verið vand­lega hugað að allri nýt­ingu á orku.

Þannig munu Vestmannaey og Bergey líta út.
Þannig munu Vest­manna­ey og Ber­gey líta út. Teikn­ing/​VARD

Horft verði til ís­lenskra fram­leiðenda

Við hönn­un á vinnslu­dekki verði enn frem­ur höfð að leiðarljósi vinnuaðstaða sjó­manna, öfl­ug kæl­ing og góð meðhöndl­un á fiski. Horft verði til þeirra gæða og reynslu sem ís­lensk­ir fram­leiðend­ur búa yfir á smíði vinnslu­búnaðar.

„Ástæða þess að ákveðið var að semja við VARD er sú að um er að ræða öfl­ugt fyr­ir­tæki, þar sem ferlið frá hönn­un skips til af­hend­ing­ar á full­búnu skipi er á hendi sama aðila.  Því er aðeins við einn aðila að semja,“ seg­ir Gunnþór B. Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem und­ir­ritaði samn­ing­inn fyr­ir hönd dótt­ur­fyr­ir­tæk­is­ins.

Síðastliðið sum­ar kynnti Síld­ar­vinnsl­an þau áform sín að end­ur­nýja all­an ís­fisk­tog­ara­flota fyr­ir­tæk­is­ins og mun þessi ný­smíðasamn­ing­ur vera fyrsti áfangi þess viðamikla verk­efn­is.

mbl.is