Langt síðan Síldarvinnslan fékk nýtt skip

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Full­trú­ar fjög­urra ís­lenskra út­gerðarfyr­ir­tækja und­ir­rituðu 1. des­em­ber samn­inga við skipa­smíðastöðina VARD í Nor­egi um smíði sjö fiski­skipa. Skip­in eru 29 metr­ar að lengd, 12 metr­ar að breidd og geta borið um 80 tonn af ísuðum fiski.

Síld­ar­vinnsl­an í Nes­kaupstað á tvö þess­ara skipa og seg­ir Gunnþór Ingva­son fram­kvæmda­stjóri smíðina vera fyrsta áfanga end­ur­nýj­un­ar ís­fisk­tog­ara fyr­ir­tæk­is­ins. Nýju skip­in koma í staðinn fyr­ir Vest­manna­ey VE og Ber­gey VE, sem eru í eigu Bergs-Hug­ins, dótt­ur­fyr­ir­tæk­is Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Mark­miðið með ný­smíðinni er að hagræða í rekstri. Sú hagræðing næst meðal ann­ars með því að setja tvær aðal­vél­ar með tveim­ur skrúf­um í skip­in og nýja kyn­slóð raf­magns­spila. Bæta vinnuaðstöðu sjó­manna og meðhöndl­un afla,“ seg­ir Gunnþór og bæt­ir við að það sé býsna langt síðan Síld­ar­vinnsl­an tók á móti nýju skipi.

Nor­eg­ur sam­keppn­is­hæf­ur í verði

„Það hef­ur ekki verið ákveðið hvaða skipi verður skipt út fyr­ir ný­smíðina en við erum ný­bú­in að selja Oddeyr­ina svo dæmi sé nefnt,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, en Sam­herji á eitt nýju skip­anna sem samið hef­ur verið um.

Þor­steinn Már seg­ir að veik­ing norsku krón­unn­ar geri að verk­um að Nor­eg­ur sé sam­keppn­is­hæf­ur í verði. Þeir geti nú keppt við lönd eins og Pól­land, Spán og Tyrk­land. „Staða Norðmanna end­ur­spegl­ar sam­keppn­is­stöðu Íslend­inga varðandi sölu á fiski,“ seg­ir Þor­steinn Már.

Ítar­legri um­fjöll­un um nýju skip­in sjö má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: