Ofhleðsla báta er ekki afrek

Hjördís HU hallast verulega og áhöfn hafði skömmu áður verið …
Hjördís HU hallast verulega og áhöfn hafði skömmu áður verið færð um borð í björgunarskipið Björgu.

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa hef­ur gefið út skýrslu um at­vik sem varð á Breiðafirði fyrr á þessu ári. Þá munaði minnstu að veru­lega of­hlaðinn bát­ur, Hjör­dís HU 16, sykki en um borð voru tveir menn.

Bát­ur­inn er rúm 10 brútt­ót­onn og hleðsla um­fram burðargetu hans reynd­ist vera 4,5 tonn. Skip­stjór­inn taldi hins veg­ar að burðargeta báts­ins væri nægi­leg miðað við aðstæður.

Björg­un­ar­skipið Björg frá Rifi kom á staðinn og dró Hjör­dísi til hafn­ar. Áður hafði fiski verið fleygt fyr­ir borð til að létta bát­inn, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

„Of­hleðsla báta er mjög al­var­legt mál sem virðist því miður vera allt of al­gengt. RNSA hvet­ur fjöl­miðla, sam­fé­lags­miðla og aðra til að hætta því að upp­hefja hátt­semi sem þessa, það er of­hleðslu báta, sem hetju­dáð og/ eða af­rek,“ seg­ir meðal ann­ars í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar um at­vikið.

Í orðunum hér að fram­an er nefnd­in að vísa til þess að alloft birt­ast í fjöl­miðlum mynd­ir af drekk­hlöðnum bát­um að koma til hafn­ar.

Ítar­legri um­fjöll­un birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: