30 manns sagt upp í Ólafsvík

Ólafsvík. Útgerð og fiskvinnsla eru meginstoðir í atvinnulífinu.
Ólafsvík. Útgerð og fiskvinnsla eru meginstoðir í atvinnulífinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrjá­tíu starfs­mönn­um Fiskiðjunn­ar Bylgju í Ólafs­vík var sagt upp störf­um fyr­ir síðustu mánaðamót. Upp­sagn­irn­ar taka gildi eft­ir 1-3 mánuði, mis­jafnt eft­ir starfs­tíma, en á næstu vik­um verður unnið að lausn á rekstr­ar­vanda fyr­ir­tæk­is­ins.

Bald­vin Leif­ur Ívars­son fram­kvæmda­stjóri staðfesti upp­sagn­irn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær, en vildi ekki tjá sig um stöðuna að svo stöddu. Bald­vin Leif­ur er aðal­eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins á móti belg­ísk­um aðilum.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins hef­ur víða harðnað á daln­um hjá minni fisk­vinnslu­fyr­ir­tækj­um á þessu ári. Fyrst og fremst hef­ur gengið sett strik í reikn­ing­inn, auk þess sem sjó­manna­verk­fall í tíu vik­ur um síðustu ára­mót hafði veru­leg áhrif á af­kom­una og viðskipti í sjáv­ar­út­vegi.

Áður hef­ur verið greint frá upp­sögn­um 57 starfs­manna Frost­fisks í Þor­láks­höfn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: