Þriðja og síðasta systirin lögð af stað

Systurskipin Engey RE og Akurey AK í höfn. Þriðja systirin …
Systurskipin Engey RE og Akurey AK í höfn. Þriðja systirin er nú á leið til landsins. Ljósmynd/Kristján Maack

Viðey RE, nýr ís­fisk­tog­ari HB Granda, er nú lögð af stað til Íslands frá skipa­smíðastöðinni Celiktrans við Ist­an­búl. Hér má sjá staðsetn­ingu henn­ar á gagn­virku korti.

Bú­ast má við að Viðey fari til Akra­ness þar sem Skag­inn 3X hef­ur samið við HB Granda um að setja upp nýj­an vinnslu- og lest­ar­búnað í tog­ar­an­um. Tog­ar­inn er sá þriðji og síðasti í röð skipa sem út­gerðin fær frá tyrk­nesku skipa­smíðastöðinni, en þegar hafa Eng­ey RE og Ak­ur­ey AK komið til lands­ins á ár­inu.

Vænta má skips­ins þegar nær dreg­ur jól­um en heim­sigl­ing­in mun að lík­ind­um taka um tvær vik­ur.

Viðey RE við bryggju í Tyrklandi.
Viðey RE við bryggju í Tyrklandi. Ljós­mynd/​HB Grandi

Ekki tak­mark í sjálfu sér

Auk­in hag­kvæmni og fækk­un kol­efn­is­spora hafa verið leiðar­stef við hönn­un nýrra fiski­skipa, en Viðey verður enn eitt skipið sem kem­ur til lands­ins í þess­ari bylgju end­ur­nýj­un­ar.

Marg­vís­leg­ar breyt­ing­ar hafa orðið á hönn­un fiski­skipa á síðustu árum og græn skref verið stig­in, en fyr­ir al­menn­ing vek­ur stefni nýju tog­ar­anna trú­lega mesta at­hygli og ef­laust myndu ein­hverj­ir segja að skip­in væru ekk­ert sér­stakt augnayndi.

Al­freð Tul­inius, skipa­tækni­fræðing­ur hjá Nautic sem annaðist hönn­un nýju skip­anna þriggja fyr­ir HB Granda, sagðist fyrr á ár­inu í sjálfu sér geta tekið und­ir það, enda sé slíkt ekki tak­mark í sjálfu sér.

mbl.is