Verðum að breyta ferðamáta okkar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði ríki og borg þurfa að …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði ríki og borg þurfa að ná samstöðu um loftslags- og loftgæðamál. mbl.is/​Hari

Reykja­vík­ur­borg hef­ur fengið frá­bær­ar viðtök­ur hjá starfs­mönn­um borg­ar­inn­ar við sam­göngu­samn­ingi sem farið var að bjóða upp á nú í haust. Nú þegar hafa 34% borg­ar­starfs­manna gert slík­an samn­ing við borg­ina, sem greiðir þeim fyr­ir að nýta sér ann­an ferðamáta en einka­bíl­inn til að koma til vinnu.

Þetta kom fram í máli Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra á ­fundi Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar um nýj­ung­ar í lofts­lags­mál­um sem hald­inn var í Hörpu í morg­un. „Við vilj­um minnka kol­efn­is­fót­sporið og  horf­um til tækni­lausna í því sam­hengi,“ sagði Dag­ur. „Fjar­lægðin og ferðamát­in skipta þó líka lyk­il­máli í þessu sam­hengi og við verðum að breyta ferðamáta okk­ar eins og við get­um.“

Þetta megi gera með auk­inni notk­un á al­menn­ings­sam­göng­um og til þess sé borg­ar­lín­an hugsuð, auk þess sem borg­in taki í notk­un á næsta ári fyrstu rafstræt­is­vagn­ana. Hjól­reiðar og ganga séu svo líka góðir val­kost­ir. „Breytt­ur ferðamáti skipt­ir ekki bara máli hvað varðar um­hverfið, held­ur líka af því að ann­ars mun­um við eyða sí­fellt meiri tíma í bíl­um okk­ar. Það verður sama hversu mikið við fjölg­um ak­rein­um, tafa­tím­inn í um­ferðinni mun stór­aukast,“ sagði Dag­ur.

At­laga að Grafar­vogi, Breiðholti og Árbæ

Þétt­ing byggðar sé því lyk­il­atriði. „Land­notk­un er mik­il­væg og ferðaþarf­ir eru henni sam­hliða. Við verðum að þétta byggð og fjölga þeim vinnu­stöðum sem eru í út­jarði borg­ar­inn­ar, ann­ars mun fjölga um 70.000 bíla á höfuðborg­ar­svæðinu til árs­ins 2040. Það gerðist á ár­un­um milli 1985-2015 þegar bíl­um í Ártúns­brekk­unni fjölgaði úr 25.000 bíl­um á sól­ar­hring í 100.000  bíla. Þannig að þó að mann­fjöld­an­um hafi fjölgað svo­lítið, þá jókst um­ferðin á göt­un­um um tvö­falt til þre­falt meira og það geng­ur ein­fald­lega ekki,“ sagði hann.

Fundargestir á fundi Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar um nýjungar í loftslagsmálum.
Fund­ar­gest­ir á fundi Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar um nýj­ung­ar í lofts­lags­mál­um. mbl.is/​​Hari

„Þeir sem sem tala fyr­ir því að bæta við nýj­um út­hverf­um aust­an við Ártúns­brekk­una eru því í raun að gera al­var­lega at­lögu að fólk­inu sem býr í Grafar­vogi, Breiðholti og Árbæ vegna þess að það er það vit­laus­asta sem hægt er að gera fyr­ir um­ferðina í borg­inni.“

Sagði Dag­ur þetta einnig vera heil­mikið efna­hags­mál fyr­ir þær fjöl­skyld­ur sem borguðu meira í sam­göng­ur en mat.

Farið fram úr björt­ustu von­um

Borg­in vinni að vit­und­ar­vakn­ingu í lofts­lags­mál­um og að því sé líka hugað í rekstri borg­ar­inn­ar, m.a. með því að setja á fjórða hundrað millj­ón­ir í lofts­lags­samn­inga við starfs­fólk. „Þá borg­um við fólki styrk fyr­ir að koma öðru­vísi en á einka­bíl til vinnu að minnsta kosti þris­var í viku. Þetta hef­ur fengið al­veg frá­bær­ar viðtök­ur og um 3.000 manns þáðu þenn­an lofts­lags­samn­ing á fyrstu mánuðum þessa hausts, sem er um 34% af starfs­mönn­um borg­ar­inn­ar.“

Snertiflet­ir við ríkið séu líka marg­ir. „Við þurf­um að ná sam­stöðu um lofts­lags- og loft­gæðamál. Borg­ar­svæðið er lyk­il­atriði í því og borg­ar­lín­an er hryggj­ar­stykkið, en svo þurf­um við líka að huga að raf­væðingu hafna. Þar höf­um við séð sjáv­ar­út­veg­inn á Íslandi vera leiðandi í lofts­lags­mál­um sem er frá­bært, en við þurf­um líka að þétta byggð.“

Reykja­vík­ur­borg vilji áfram­hald­andi áhersl­ur á sam­starf við stjórn­völd og þau fyr­ir­tæki sem séu að vinna á sínu sviði að því að ná betri ár­angri. Það hafi líka farið fram úr björt­ustu von­um borg­ar­inn­ar er 104 fyr­ir­tæki skuld­bundu sig til sam­starfs við borg­ina um að draga úr kol­efn­is­los­un sinni í kjöl­far Par­ís­arsátt­mál­ans.

„Það er enn að bæt­ast í þann hóp,“ sagði Dag­ur.  „Flest fram­sækn­ustu fyr­ir­tæki lands­ins eru í þeim hópi, en það er ekki síður áhuga­vert hvað fram­gang­ur þeirra í sín­um verk­efn­um hef­ur náð lengra og hraðar von­ir voru bundn­ar við.“

mbl.is