Einlægir endurfundir

Fagnaðarfundir.
Fagnaðarfundir. Skjáskot/YouTube

Eft­ir að hafa týnst og verið í dýra­at­hvarfi í þrjú ár er hún frek­ar feim­in er hún hitt­ir eig­and­ann. Í fyrstu þefar hún var­færn­is­lega út í loftið og fikr­ar sig svo smám sam­an nær. Þegar hún átt­ar sig á því hver er þarna á ferð æs­ast hins veg­ar leik­ar og allt ætl­ar um koll að keyra inn­an skamms.

Mynd­band af end­ur­fund­um tík­ur og eig­anda henn­ar, sem hin vin­sæla dýrasíða The Dodo hef­ur birt, hef­ur kallað fram tár á hvarmi hjá mörg­um.

Ekki kem­ur fram hvar í heim­in­um end­ur­fund­irn­ir eru en kær­leik­ur milli dýra og manna þekk­ir svo sem eng­in landa­mæri.

mbl.is