„Stjórnvöld gera þetta ekki ein“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. mbl.is/​Hari

Það þarf frum­væði frá al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um og stjórn­völd þurfa að hlusta á þess­ar radd­ir og það er mik­il­vægt að þau geri það. Þetta sagði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, á lofts­lags­fundi Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar í Hörpu sem hald­inn var nú í morg­un um nýj­ung­ar í lofts­lag­mál­um. Kvaðst ráðherra ætla að lofa að gleyma þessu ekki al­veg strax þar sem hann væri  búin að vera það lengi í aðhalds­hlut­verk­inu.

Guðmund­ur Ingi sagði margt í lofts­lags­mál­um til þess fallið að vekja mönn­um ugg í brjósti, ekki hvað síst hér á landi. Súrn­un sjáv­ar, nei­kvæð áhrif þess á nytja­stofna og hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar væru áhyggju­efni. Mik­il­vægi lofts­lags­mála í stjórn­arsátt­mál­an­um væri hins veg­ar gleðiefni og sjálf­ur væri hann bjart­sýnn að eðlis­fari. „Sú sýn sem stjórn­in hef­ur kynnt í sátt­mál­an­um er einn af sterk­ustu þátt­um henn­ar í um­hverf­is­mál­um og hún er nokkuð sem að við vilj­um út­færa bet­ur og í sam­vinnu með með sveita­stjórn­um og fyr­ir­tækj­um,“ sagði Guðmund­ur Ingi. „Þetta er stórt verk­efni og vanda­samt, en svo gríðarlega mik­il­vægt að það má ekki mistak­ast.“

Fjölmenni var samankomið í Hörpu.
Fjöl­menni var sam­an­komið í Hörpu. mbl.is/​​Hari

Stjórn­in efni þar með til nýrr­ar sókn­ar til hreinni, betri  og lofts­lagsvænni framtíðar. „Stjórn­in mun hins veg­ar ekki ein og sjálf hrinda sýn­inni í fram­kvæmd,“ bætti hann við. Par­ís­ar­sam­komu­lagið sé horn­steinn að ár­angri á heimsvísu og inn­an­lands þá sé sam­vinna ólíkra geira mik­il­væg eigi ár­ang­ur að nást. „Stjórn­völd gera þetta ekki ein.“

Þurf­um öll að temja okk­ur það hug­ar­far

Guðmund­ur Ingi rifjaði því næst upp að greint hefði verið frá því ein­mitt hér í Hörpu fyrr á þessu ári að Ísland gæti ekki staðið við Kyotobók­un­ina 2020 og því mætti spyrja hvort hér væri um tóm­ar skýja­borg­ir að ræða, þar sem nú­ver­andi ástand benti til áfram­hald­andi aukn­ing­ar los­un­ar til árs­ins 2030. „Er það því bara skrum að við get­um verið á núlli 2040?“ spurði hann. „Ég trúi því að svo sé ekki og ég mun vinna að því. Við verðum líka öll að temja okk­ur það hug­ar­far.“

Eitt af fyrstu verk­um sín­um í ráðuneyt­inu, verði að gera veg­vísi um kol­efn­is­hlut­leysi. „Við gerð hans verður horf til áætl­ana Norður­land­anna og fyrri reynslu hér á landi sem er þó nokk­ur.“ Ísland geti vissu­lega verið stolt af sinni end­ur­nýj­an­legu orku. „Og ef að við gát­um gert það þá get­um við al­veg raf­vætt sam­göng­ur og það borg­ar sig líka fjár­hags­lega fyr­ir sam­fé­lagið.“

Benti Guðmund­ur Ingi máli því næst á að  sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi verið dug­leg­ur að draga úr los­un á und­an­förn­um árum og hann vilji sá fram­hald á þeirri vinnu. Þá þurfi stjórn­völd líka að hefjast handa við að aðstoða sauðfár­bænd­ur við að kol­efnis­jafna sína grein.

„Þetta er stórt verkefni og vandasamt, en svo gríðarlega mikilvægt …
„Þetta er stórt verk­efni og vanda­samt, en svo gríðarlega mik­il­vægt að það má ekki mistak­ast,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra. mbl.is/​​Hari

„Stóriðjan er með hæsta þrösk­uld­inn og ég vil hvetja hana til að gera enn bet­ur en reglu­verkið seg­ir til um, því að stóriðjan verður að vera í liði með okk­ur og ég veit að þar er áhugi að gera bet­ur,“ sagði ráðherra. Þetta eitt og sér nægi samt ekki til að koma Íslandi á núllpunkt árið 2040. „Þess vegna þarf líka aðgerðir á sviði land­notk­un­ar, kol­efn­is­bind­ingu og draga úr los­un kolt­vístr­ings eins og hægt er. Sjálf­ur er ég svo þeirr­ar skoðunar að við eig­um að fara lengra og borga hluta skuld­ar­inn­ar til baka.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina