„Tíminn er ekki með okkur“

Stefán Einarsson, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu (lengst t.v.), segir mestu möguleikana …
Stefán Einarsson, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu (lengst t.v.), segir mestu möguleikana til að draga úr losun vera í samgöngum. mbl.is/​Hari

Kolt­ví­sýr­ing­ur í and­rúms­lofti held­ur áfram að aukast og hlut­fall hans í haf­inu eykst líka með til­heyr­andi aukn­ingu á súrn­un sjáv­ar. Meðal­hita­stig hækk­ar líka, yf­ir­borð sjáv­ar hækkaði um 19 senti­metra á síðustu öld, ís á landi hef­ur minnkað um 286 gígat­onn og ís á Norður­póln­um minnk­ar um 13% á ári, auk þess sem fimmta hita­metið á þess­ari öld var slegið í fyrra.

Þess­ar svörtu töl­ur komu fram í máli Stef­áns Ein­ars­son­ar, sér­fræðings hjá um­hverf­is­ráðuneyt­inu, á fundi Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar um nýj­ung­ar í lofts­lags­mál­um sem hald­inn var í Hörpu í morg­un. 

„Þetta er áhyggju­efni og tím­inn er ekki með okk­ur,“ sagði Stefán, sem fór yfir skuld­bind­ing­ar Íslands í lofts­lags­mál­um í kynn­ingu sinni. Súrn­un hafs­ins feli m.a. í sér að stærri og stærri svæði verði und­ir­mettuð með til­liti til kalks, sem feli í sér að kalk­mynd­andi líf­ver­ur eigi erfiðara og erfiðara með að mynda kalk auk þess að ógna und­ir­stöðulíf­ver­um. „Þetta er ógn­vekj­andi til­raun sem við erum að gera,“ bætti hann við.

Gestir á fundi Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar um nýj­ung­ar í lofts­lags­mál­um …
Gest­ir á fundi Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar um nýj­ung­ar í lofts­lags­mál­um sem hald­inn var í Hörpu í morg­un. mbl.is/​​Hari

Los­un vegna sam­gangna hef­ur auk­ist

Ísland eigi líka erfitt með að stand­ast skuld­bind­ing­ar sín­ar í lofts­lags­mál­um eins og staðan er í dag. „Los­un frá stóriðju í land­inu var að aukast frá 1990 fram til árs­ins 2009, en hef­ur gengið niður síðan.“ Los­un utan viðskipta­kerf­is­ins, þ.e. sá hluti los­un­ar sem til­heyr­ir ekki sam­eig­in­leg­um samn­ing­um EES-ríkja, hafi náð há­marki 2007 og farið svo að ganga niður eft­ir hrun. „Sú þróun hef­ur hins veg­ar staðnað hin síðari ár og hef­ur raun­ar auk­ist ei­lítið aft­ur að und­an­förnu,“ sagði Stefán.

Um 33% af los­un utan viðskipta­kerf­is­ins eru síðan að sögn Stef­áns til kom­in vegna sam­gangna, 24% vegna land­búnaðar, 18% vegna fisk­veiða, 9% vegna úr­gangs, 7% vegna jarðhita, 4% vegna bygg­ing­ariðnaðar og 5% eru af öðrum or­sök­um.

„Los­un vegna fisk­veiða hef­ur minnkað. Los­un vegna sam­gangna hef­ur hins veg­ar auk­ist og hún hef­ur staðið í stað í land­búnaði,“ sagði Stefán. „Ef við horf­um á stóru stykk­in í þess­ari köku þá sjá­um við hvar er mest að hafa og það er í þess­um stóru geir­um. Við þurf­um þó engu að síður að ná ár­angri á öll­um þess­um sviðum og kannski má segja að það sé visst til­efni til bjart­sýni í því að við get­um gert svo miklu bet­ur.“

mbl.is