Veiðigjöldin eru orðin töluverð byrði

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Ófeigur

Það er að koma æ bet­ur í ljós að gera þarf ákveðnar lag­fær­ing­ar á ís­lenska veiðigjalda­kerf­inu. Á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári hafa marg­ar út­gerðir rekið sig á að gjöld­in hafa hækkað tölu­vert á sama tíma og rekstr­araðstæður fara versn­andi.

„Reikni­regl­an tek­ur mið af 33% af hagnaði út­gerðanna fyr­ir tveim­ur árum sem leiðir til þess að gjöld­in fyr­ir fisk­veðiárið 2017-18 eru ríf­lega tvö­falt hærri en árið þar á und­an. Þá er skuld­sett­um út­gerðum ekki leng­ur veitt­ur af­slátt­ur af gjald­inu á þessu fisk­veiðiári og út­kom­an er því miður sú að hjá sum­um eru gjöld­in þre­falt og jafn­vel fjór­falt hærri í ár,“ seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS.

Árið 2015 var gott rekstr­ar­ár fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn og því eru mjög háar töl­ur notaðar til að reikna út veiðigjaldið. Í millitíðinni hef­ur það gerst að krón­an hef­ur styrkst mikið með til­heyr­andi lækk­un tekna fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem selja megnið af afla sín­um til er­lendra markaða.

„Geng­isþró­un­in veld­ur því að rekst­ur­inn hef­ur þyngst veru­lega og spá grein­ing­araðilar því að krón­an muni styrkj­ast enn frek­ar,“ seg­ir Heiðrún. „Á sama tíma koma upp vanda­mál á mik­il­væg­um mörkuðum eins og Bretlandi þar sem pundið hef­ur veikst vegna Brex­it. Markaðir fyr­ir loðnu, mak­ríl og síld eru líka mjög erfiðir um þess­ar mund­ir.“

Heiðrún bendir á að íslenskur sjávarútvegur glími nú þegar við …
Heiðrún bend­ir á að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur glími nú þegar við alls kyns ófyr­ir­sjá­an­leg­ar sveifl­ur Ljós­mynd/Þ​röst­ur Njáls­son

Ávís­un á frek­ari samþjöpp­un

Fyr­ir sum fyr­ir­tæk­in í grein­inni er ástandið orðið ómögu­legt.

„Þegar óhag­felld­ar aðstæður á mörkuðum, styrk­ing krón­unn­ar og hækk­andi veiðigjald fara sam­an þá er fátt annað í stöðunni, fyr­ir þá sem hafa ekki náð að byggja sig nægi­lega vel upp fjár­hags­lega til að tak­ast á við djúp­an dal, en að hagræða veru­lega í rekstr­in­um eða selja sig út úr grein­inni með til­heyr­andi samþjöpp­un,“ seg­ir Heiðrún og bæt­ir við að hún verði vör við það hjá aðilum sem ann­ast kaup og sölu fyr­ir­tækja að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki leiti í aukn­um mæli til þeirra með sölu í huga.

Heiðrún bend­ir á að veru­leg samþjöpp­un kunni að hafa óæski­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir bæði sjáv­ar­út­veg og byggðir lands­ins.

„Sú um­gjörð sem sjáv­ar­út­vegi hef­ur verið búin miðar m.a. að því að viðhalda traustri byggð um allt land og að þar séu í boði góð störf. Við vilj­um hafa fjöl­breytta at­vinnu­grein, þar sem bæði lít­il og stór fyr­ir­tæki fái þrif­ist og að dreif­ing þeirra sé um landið allt.“

Heiðrún seg­ir rétt og eðli­legt að halda áfram að móta og fínstilla veiðigjalda­kerfið. „Veiðigjaldi var komið á árið 2004 og við fá for­dæmi var þá að styðjast. Það mátti því gera ráð fyr­ir að ein­hverj­ir ágall­ar í for­send­um þess kæmu í ljós með auk­inni reynslu af álagn­ingu og inn­heimtu þess. Þegar ástandið er eins og það er nú, með háum gjöld­um en erfiðum rekstr­ar­skil­yrðum, sést glögg­lega að þörf er á að bæta ein­stak­ar for­send­ur gjald­tök­unn­ar,“ seg­ir hún.

„Ég myndi telja það far­sæl­ast að nú verði sest niður og for­send­ur þess­ar­ar skatt­heimtu skoðaðar bet­ur. Við erum kom­in með ágæt­is reynslu á inn­heimtu veiðigjalds og far­in að geta glöggvað okk­ur nokkuð vel á því hvar vanda­mál­in liggja, og hvar gæti verið skekkja í for­send­um þessa skatt­stofns,“ seg­ir Heiðrún.

„Grein­in fellst á að það sé eðli­legt að greiða fyr­ir nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar, og tel­ur raun­ar að all­ar at­vinnu­grein­ar sem nýta nátta­úru­auðlind­ir lands­ins ættu að greiða gjald til þjóðar­inn­ar í ein­hverju formi. Hins veg­ar verður gjald­tak­an að vera hóf­leg og sann­gjörn, og um leið gagn­sæ svo að fyr­ir­tæk­in geti áttað sig á því hvert um­fang gjald­tök­unn­ar mun verða nokk­ur ár fram í tím­ann.“

Heiðrún bendir á að veruleg samþjöppun kunni að hafa óæskilegar …
Heiðrún bend­ir á að veru­leg samþjöpp­un kunni að hafa óæski­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir bæði sjáv­ar­út­veg og byggðir lands­ins. mbl.is/​Al­fons Finns­son

Heima­til­bú­inn óvissuþátt­ur

Heiðrún bend­ir rétti­lega á að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur glími nú þegar við alls kyns ófyr­ir­sjá­an­leg­ar sveifl­ur og því æski­legt að veiðigjaldið bæti ekki enn ein­um óvissuþætt­in­um við rekst­ur­inn.

„Mikið af þeim sveifl­um sem við eig­um við að etja eru af þeim toga að við get­um ekki haft nein áhrif á þær, s.s. hvernig efna­hags­ástandið þró­ast í viðskipta­lönd­um okk­ar eða hvaða stefnu stjórn­mál­in taka í lönd­um eins og Níg­er­íu, Rússlandi og Bretlandi svo nokk­ur ný­leg og veiga­mik­il dæmi séu nefnd. Hins veg­ar ætt­um við að reyna að lág­marka heima­til­búnu vanda­mál­in. Á þau get­um við sem sam­fé­lag haft áhrif og reynt eft­ir fremsta megni að af­stýra því að þau verði til.“

Þá seg­ir Heiðrún líka að skatt­lagn­ing sjáv­ar­út­vegs­ins megi ekki vera svo mik­il að hún fari að bitna á framtíðar­vexti grein­ar­inn­ar og fjár­fest­ing­ar­getu.

„Hátt veiðigjald get­ur hækkað tekj­ur hins op­in­bera til skamms tíma en á móti kem­ur að það mun auka á samþjöpp­un, fjár­fest­ing­ar munu drag­ast sam­an og sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar á alþjóðleg­um markaði verður erfiðari. Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er í mörg­um til­vik­um að keppa við rík­is­styrkt­an sjáv­ar­út­veg annarra ríkja og ís­lensk stjórn­völd geta því ekki dregið með skatt­heimtu sinni úr getu ís­lenskra fyr­ir­tækja til að keppa í þessu um­hverfi. Það mun til lengri tíma draga úr tekj­um hins op­in­bera og skaða sam­fé­lagið allt. Með hóf­legri skatt­heimtu og góðum rekstr­ar­skil­yrðum hér á landi mun­um við sjá öfl­ug­ar fjár­fest­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Tækni­bylt­ing er haf­in í sjáv­ar­út­vegi og með sam­starfi sjáv­ar­út­vegs við tækni-, ný­sköp­un­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki verður Ísland áfram leiðandi í heim­in­um þegar kem­ur að nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar.“

Viðtalið birt­ist í heild sinni í sér­stöku sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna og Morg­un­blaðsins sem fylgdi blaðinu þann 17. nóv­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina