TF-SIF flaug yfir Viðey á Miðjarðarhafi

Viðey var á fullri ferð vestur um hafið þegar áhöfn …
Viðey var á fullri ferð vestur um hafið þegar áhöfn Sifjar kom auga á hana. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Áhöfn TF-SIF, flug­vél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar, tók mynd­ir af nýj­um ís­fisk­tog­ara HB Granda, Viðey RE-50, þar sem hann sigldi vest­ur um Miðjarðar­haf á laug­ar­dag.

Áhöfn­in var í hefðbund­inni eft­ir­lits­ferð fyr­ir Landa­mæra- og strand­gæslu­stofn­un Evr­ópu, Frontex, þegar flogið var yfir tog­ar­ann.

Gert er ráð fyrir að Viðey komi heim skömmu fyrir …
Gert er ráð fyr­ir að Viðey komi heim skömmu fyr­ir jól. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an

Form­leg mót­taka 22. des­em­ber

Átta eru í áhöfn­inni sem sér um að sigla skip­inu heim og er Jó­hann­es E. Ei­ríks­son skip­stjóri. Skip­verj­arn­ir kváðust mjög ánægðir með nýja tog­ar­ann og voru hress­ir á heim­leiðinni, að því er seg­ir á vef Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Gert er ráð fyr­ir að Viðey komi heim skömmu fyr­ir jól og verður efnt til form­legr­ar mót­töku í Reykja­vík­ur­höfn 22. des­em­ber af því til­efni.

Tog­ar­inn er sá þriðji og síðasti í röð skipa sem út­gerðin fær frá tyrk­nesku skipa­smíðastöðinni, en þegar hafa Eng­ey RE og Ak­ur­ey AK komið til lands­ins á ár­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina