„Nú höfum við skilið dyrnar á ísskápnum eftir opnar“

Veðurfar á norðurslóðum er að breytast hratt.
Veðurfar á norðurslóðum er að breytast hratt. mbl.is/RAX

Mikl­ar lofts­lags­breyt­ing­ar og hlýn­un sam­fara þeim sem átt hafa sér stað á norður­slóðum eru komn­ar til að vera og eng­in merki eru um slíkt eigi eft­ir að breyt­ast í bráð. Hið sífrosna lands­lag eins og við höf­um þekkt það til­heyr­ir nú fortíðinni.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu banda­rísku Haf- og lofts­lags­stofn­un­ar­inn­ar, NOAA. For­stöðumaður henn­ar, Jeremy Mat­his, seg­ir að svæðið gegni gríðarlega mik­il­vægu hlut­verki fyr­ir jörðina sem nokk­urs kon­ar ís­skáp­ur henn­ar. „Nú höf­um við skilið dyrn­ar á ís­skápn­um eft­ir opn­ar,“ seg­ir hann í um­fjöll­un BBC um skýrsl­una.  Mat­his skýrði frá niður­stöðum skýrsl­unn­ar á ráðstefnu í New Or­le­ans.

Þetta er tólfta skýrsl­an sem stjórn stofn­un­ar­inn­ar gef­ur út varðandi ástandið á norður­slóðum. „Við get­um staðfest að [svæðið] mun ekki hald­ast í sínu hingað til áreiðan­lega frosna ástandi,“ seg­ir Mat­his.

Hann seg­ir að til að setja þróun veðurfars á heim­skauta­svæðinu í sam­hengi sé hægt og hafi verið stuðst við gögn sem ná meira en 1.500 ár aft­ur í tím­ann. „Það sem er ógn­vekj­andi er að við sjá­um að heim­skauta­svæðið er að breyt­ast á meiri hraða en nokk­urn tím­ann áður í sög­unni.“

 Hann seg­ir að þessi vax­andi hraði verði til þess að fólk og dýr eigi í erfiðleik­um með að aðlag­ast. „Þorp­um hef­ur skolað í burtu, sér­stak­lega á heim­skauta­svæði Norður-Am­er­íku og þar hafa orðið til fyrstu lofts­lags­flótta­menn­irn­ir.“

Hann bend­ir á að yf­ir­borð sjáv­ar sé að hækka þar sem ís heim­skauta­svæðis­ins sé að bráðna hraðar, mun hraðar en talið var að myndi ger­ast fyr­ir ára­tug.

Vís­inda­menn segja full­víst að gjörðir manns­ins séu að ýta und­ir lofts­lags­breyt­ing­ar og það hversu hratt veðurfar er að breyt­ast. Síðasta haust var kald­ara á norður­slóðum en árin þar á und­an. Snjór hélst leng­ur á viss­um svæðum. Það ár sker sig þó nokkuð úr og ljóst að mati vís­inda­mann­anna að til­hneig­ing­in er áfram í þá átt að hita­stigið hækki og ís­inn haldi áfram að bráðna. 

Bend­ir Mat­his m.a. á að ís­laust land dragi í sig meiri hita og orku frá sól­inni. Það eitt og sér hafi áhrif. Þetta hafi smám sam­an farið að ger­ast en þegar þessi ís­lausu svæði stækka hraðar mjög á breyt­ing­um á hita­stigi.

Gögn­in sem skýrsla NOAA bygg­ir á eru sam­an­safn þúsunda rann­sókn­arniðurstaðna sem hafa verið rýnd­ar og greind­ar af sér­fræðing­um í ára­tugi. „Þarna eru staðreynd­irn­ar,“ seg­ir Mat­his. „Stjórn­völd geta notað þess­ar staðreynd­ir ef þau kæra sig um.“

mbl.is