Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

Nýr Páll Jónsson er væntanlegur til Vísis í Grindavík á …
Nýr Páll Jónsson er væntanlegur til Vísis í Grindavík á miðju ári 2019 frá Alkor í Gdansk Póllandi. Tölvumynd/NAVÍS

For­svars­menn Vís­is hf. í Grinda­vík skrifuðu í gær und­ir samn­ing um ný­smíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línu­skipi við skipa­smíðastöðina Al­kor í Póllandi.

Skipið kem­ur til lands­ins á miðju ári 2019 og er fyrsta ný­smíðin af þess­ari stærðargráðu í 75 ára sögu út­gerðar á veg­um Vís­is­fjöl­skyld­unn­ar og sú fyrsta í rúm­lega 50 ára sögu Vís­is. Samn­ings­verðið er 7,5 millj­ón­ir evra eða sem nem­ur tæp­lega ein­um millj­arði króna.

„Með nýja skip­inu fáum við öfl­ugt, hefðbundið þriggja þilfara línu­skip þar sem eitt þilfarið verður fyr­ir áhöfn­ina. Skipið er hannað af skipa­verk­fræðing­um hjá NAVIS og Kjart­ani Viðars­syni, út­gerðar­stjóra Vís­is. Við hyggj­umst áfram leggja áherslu á línu­veiðar og vera með fimm skip í rekstri, þannig að hvert skip­anna eigi sinn virka dag til lönd­un­ar í hverri í viku. Nýj­asti fisk­ur­inn fer til vinnslu í frysti­hús­inu, en sá eldri verður unn­inn í salt eins og áður,“ seg­ir Pét­ur H. Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­is í um­fjöll­un um skipa­smíðina í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: