Grænland án ísbreiðunnar

Hvernig yrði Grænland án ísbreiðunnar.
Hvernig yrði Grænland án ísbreiðunnar. Rax / Ragnar Axelsson

Vís­inda­menn hafa birt magnað mynd­skeið af Græn­landi án ís­breiðunn­ar. Um er að ræða mynd byggða á rann­sókn­ar­gögn­um unn­um á löng­um tíma sem sýn­ir stöðu og lög­un Græn­lands, berg­grunn þess og hafið í kring.

Með þessu móti er hægt að sjá og skilja hvað gæti gerst á þess­ari stóru eyju með hlýn­un jarðar. Ef all­ur ís Græn­lands bráðnar hækk­ar yf­ir­borð sjáv­ar um 7,42 metra, seg­ir í frétt BBC.



mbl.is