Áhyggjur af gangi humarveiða

mbl.is/Helgi Bjarnason

Á sam­ráðsfundi um humar­rann­sókn­ir, sem hags­munaaðilar í humar­veiðum og full­trú­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sóttu í vik­unni, komu fram áhyggj­ur af gangi humar­veiða. 

Upp­lif­un skip­stjóra og út­gerðarmanna hum­ar­báta var sam­hljóma áliti Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hvað varðar ástand humarstofns­ins, seg­ir á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Á fund­in­um lýstu skip­stjórn­ar­menn gangi humar­veiða og sýn sinni á stöðu stofns­ins. Voru þeir sam­mála um að veiðar væru erfiðari en oft áður og veiði mun minni á hefðbund­inni humarslóð. Þá kom fram að smá­hum­ar vantaði að mestu í veiðina.

Full­trú­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar kynntu mat sitt á ástandi stofns­ins, sem bar ágæt­lega sam­an við fram­sögu skip­stjórn­ar­manna. Fund­ar­fólk var sam­mála um að meiri rann­sókn­ir þyrfti til að skilja ástæður þess að nýliðun humars hef­ur hrunið á und­an­förn­um árum.

Skip­stjórn­ar­mönn­um voru kynnt­ar nýj­ar aðferðir við stofn­mat humars, sem ganga út á að mynda botn­inn og telja humar­hol­ur. Jafn­framt voru niður­stöður rann­sókna á veiðarfær­um kynnt­ar, sem og mat á tíðni um­merkja og magni botn­sets sem þyrlast upp af völd­um tog­veiðarfæra.

mbl.is