Björguðu hlébarða úr brunni

00:00
00:00

Fjöldi fólks hjálpaðist að við að bjarga hlé­b­arða sem fallið hafði ofan í um átta metra djúp­an brunn í Assam-ríki á Indlandi. Um tólf tíma tók að koma dýr­inu úr brunn­in­um. Það var í kjöl­farið flutt í dýrag­arð.

Um 12-14 þúsund hlé­b­arðar eru á Indlandi. Þar sem byggð manna þreng­ir stöðugt að búsvæðum þeirra eru árekstr­ar á milli þeirra og mann­fólks­ins að verða al­geng­ari.

mbl.is