Viðey komin út á Atlantshaf

Viðey var á fullri ferð vestur um Miðjarðarhaf þegar áhöfn …
Viðey var á fullri ferð vestur um Miðjarðarhaf þegar áhöfn Sifjar kom auga á hana í síðustu viku. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ferð ís­fisk­tog­ar­ans Viðeyj­ar RE frá Tyrklandi til Íslands miðar vel og er skipið nú komið út á Atlants­haf eft­ir sigl­ingu um Eyja­haf og Miðjarðar­haf.

Þetta kem­ur fram á vef HB Granda, en í gær­kvöldi var skipið statt suðvest­ur af Ca­diz á Spáni. Fram und­an er nú seinni áfangi ferðar­inn­ar, sigl­ing­in til heima­hafn­ar í Reykja­vík.

Sam­kvæmt áætl­un kem­ur skipið þangað 21. des­em­ber og verður því form­lega gefið nafn við mót­töku­at­höfn í Reykja­vík degi síðar.

mbl.is