Viðey komin út á Atlantshaf

Viðey var á fullri ferð vestur um Miðjarðarhaf þegar áhöfn …
Viðey var á fullri ferð vestur um Miðjarðarhaf þegar áhöfn Sifjar kom auga á hana í síðustu viku. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ferð ísfisktogarans Viðeyjar RE frá Tyrklandi til Íslands miðar vel og er skipið nú komið út á Atlantshaf eftir siglingu um Eyjahaf og Miðjarðarhaf.

Þetta kemur fram á vef HB Granda, en í gærkvöldi var skipið statt suðvestur af Cadiz á Spáni. Fram undan er nú seinni áfangi ferðarinnar, siglingin til heimahafnar í Reykjavík.

Samkvæmt áætlun kemur skipið þangað 21. desember og verður því formlega gefið nafn við móttökuathöfn í Reykjavík degi síðar.

mbl.is