Eðlilegt að breyta krókaaflamarkinu

Í tímans rás hafa bátar innan kerfisins stækkað og eru …
Í tímans rás hafa bátar innan kerfisins stækkað og eru í raun ekki smábátar lengur, segir SSÍ. mbl.is/Alfons Finnsson

Eðli­legt væri að breyta króka­afla­mark­inu í venju­legt afla­mark þar sem eng­inn mun­ur er orðinn á þess­um tveim­ur stjórn­kerf­um fisk­veiðanna. Þetta kem­ur fram í færslu á vef Sjó­manna­sam­bands Íslands, sem ætlað er að svara „ávirðing­um“ Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Seg­ir í færsl­unni að króka­afla­markið hafi orðið til á sín­um tíma til að koma bönd­um á veiðar smá­báta. Í tím­ans rás hafi bát­ar inn­an þess kerf­is stækkað og séu í raun ekki smá­bát­ar leng­ur. Því væri eðli­legt að breyta króka­afla­mark­inu í afla­mark að svo komnu.

„Eins og oft áður ræðst Lands­sam­band smá­báta­eig­enda að Sjó­manna­sam­bandi Íslands vegna þess að skoðanir þess­ara sam­taka fara ekki alltaf sam­an,“ seg­ir enn frem­ur á vef Sjó­manna­sam­bands­ins.

„Formaður og fram­kvæmda­stjóri LS virðast ekki gera sér grein fyr­ir að Sjó­manna­sam­band Íslands stend­ur fyr­ir og er í hags­muna­vörslu fyr­ir sjó­menn sem eru launa­menn hjá út­gerðum. Lands­sam­band smá­báta­eig­enda er hins veg­ar hags­muna­sam­tök út­gerðarmanna smá­báta og því hlýt­ur að vera eðli­legt að hags­mun­ir þess­ara sam­taka fari ekki alltaf sam­an.“

Handfærabátur á leið til hafnar á Arnarstapa. SSÍ segir stjórnkerfi …
Hand­færa­bát­ur á leið til hafn­ar á Arn­arstapa. SSÍ seg­ir stjórn­kerfi fisk­veiða ekki hafa nein áhrif á hvaða kjara­samn­ing­ar gildi um borð í báta­flot­an­um. Ljós­mynd/​Heiðar Kristjáns­son

Gerðu at­huga­semd við um­sögn SSÍ

Ljóst er að sam­bönd­in tvö skipt­ast á að hnýta hvort í annað en til­efni færslu SSÍ er at­huga­semd sem LS ger­ir við um­sögn SSÍ til starfs­hóps at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins, sem var með til at­hug­un­ar regl­ur um stærðarmörk fiski­skipa.

Seg­ir svo í um­ræddri um­sögn SSÍ:

„Árið 2013 var lög­um um stjórn fisk­veiða breytt þannig að nú geta skip sem eru styttri en 15 m og und­ir 30 BT verið á króka­afla­marki. Þar sem lít­ill mun­ur er á króka­afla­marki ann­ars veg­ar og al­mennu afla­marki hins veg­ar auk þess sem króka­afla­markið er ekki leng­ur bundið við smá­báta tel­ur Sjó­manna­sam­band Íslands að breyta ætti króka­afla­mark­inu í al­mennt afla­mark.“

Og LS hef­ur þetta að segja um um­sögn­ina:

„Ekki er vitað hvað SSÍ geng­ur til með þess­ari til­lögu, nema að vera skyldi að þeir gætu landað kjara­samn­ingi þar sem sjó­menn á bát­um 12 - 15 metr­ar féllu þá sjálf­krafa inn í samn­ing þeirra við SFS. LS hef­ur hins veg­ar gert þá kröfu að fé­lags­menn sín­ir verði all­ir und­ir kjara­samn­ingi sem fé­lagið hef­ur samið um við sam­tök sjó­manna.“

Eðlilegt er að hagsmunir samtakanna tveggja fari ekki alltaf saman, …
Eðli­legt er að hags­mun­ir sam­tak­anna tveggja fari ekki alltaf sam­an, seg­ir SSÍ. mbl.is/​Al­fons Finns­son

„Ekk­ert með kjara­samn­inga að gera“

Í of­an­greindri færslu SSÍ seg­ir svo um þessa at­huga­semd LS:

„Þetta fer eitt­hvað illa í for­svars­menn LS og blanda þeir kjara­samn­ing­um með ein­hverj­um óskilj­an­leg­um hætti inn í það mál. Kjara­samn­ing­ur var vissu­lega gerður við LS árið 2012 fyr­ir smá­báta. Sá samn­ing­ur rann út í lok janú­ar árið 2014.

Ekki hafa náðst samn­ing­ar við LS um lag­fær­ingu á þeim samn­ingi, m.a. vegna þess að LS ger­ir kröfu um að samn­ing­ur­inn nái ekki ein­göngu til smá­báta held­ur einnig til stærri báta. Á það hef­ur SSÍ ekki getað fall­ist enda þegar í gildi samn­ing­ur fyr­ir stærri báta.“

Tekið er fram að stjórn­kerfi fisk­veiða hafi eng­in áhrif á hvaða kjara­samn­ing­ar gildi um borð í báta­flot­an­um.

„Kjara­samn­ing­ar breyt­ast ekki sjálf­krafa við það að bát­ar séu færðir úr króka­afla­marki yfir í afla­mark eða öf­ugt. Því hef­ur skoðun SSÍ á króka­afla­marki sem stjórn­tæki við fisk­veiðar ekk­ert með kjara­samn­inga að gera.“

mbl.is